fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Þrátt fyrir að „við gerum allt næstum fullkomlega“ munu allt að 200.000 deyja

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 31. mars 2020 05:32

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Deborah Birx, sem stýrir aðgerðum Hvíta hússins, gegn COVID-19 faraldrinum segir að þrátt fyrir að bandarísk stjórnvöld bregðist „næstum því fullkomlega“ við muni samt sem áður á milli 100.000 og 200.000 manns láta lífið af völdum veirunnar.

NBC News skýrir frá þessu.

„Ég held að í sumum stórborgum höfum við verið of sein til að fá fólk til að fylgja 15 daga leiðbeiningunum.“

Sagði hún í „The Today Show“ í gærkvöldi. Þar á hún við að þann 16. mars kynnti Donald Trump, forseti, nokkrar leiðbeiningar sem Bandaríkjamenn áttu að fylgja næstu 15 daga til að draga úr útbreiðslu veirunnar.

Birx sagði einnig í gærkvöldi að ef ekki verði gripið til ráðstafana vegna faraldursins megi vænta þess að allt að tvær milljónir manna látist af hennar völdum. Hún sagðist telja að „í besta falli“ látist 100.000 til 200.000 manns.

„Ég held að nú hafi allir áttað sig á að tilfellin geta farið úr 5 í 50 í 500 í 5.000 á mjög skömmum tíma.“

Sagði hún. Hún sagði að samkvæmt spám frá Anthony Fauci, forstjóra bandarísku ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunarinnar, geti tala látinna verið á bilinu 1,6 til 2,2 milljónir ef allt fer á versta veg.

Hún sagði að þessi spá muni rætast ef Bandaríkin gera ekkert til að draga úr smitum.

En þrátt fyrir að „við gerum allt næstum fullkomlega“ munu allt að 200.000 manns deyja.

Sagði hún.

Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum nú í morgunsárið höfðu rúmlega 164.000 smit greinst í Bandaríkjunum og 3.164 höfðu látist af völdum COVID-19.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“