fbpx
Laugardagur 30.maí 2020
Pressan

13 ára drengur nú sá yngsti sem látið hefur lífið í Bretlandi úr COVID-19

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 31. mars 2020 20:22

Kings Collage sjúkrahúsið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ismail Mohamed Abdulwahab varð í gær yngsti Bretinn til að láta lífið  vegna sjúkdómsins COVID-19. Samkvæmt fjölskyldu drengsins var hann almennt heilbrigður með enga undirliggjandi sjúkdóma. Sökum þess hve sjúkdómurinn er smitandi var fjölskylda hans ekki með honum þegar hann lést, en honum hafði verið haldið sofandi í öndunarvél.

Breski miðillinn The Metro hefur eftir fjölskyldu hans: „Ismail sýndi einkenni og átti erfitt með andardrátt og var þá lagður inn á Kings Collage sjúkrahúsið. Hann var í kjölfarið settur í öndunarvél og haldið sofandi en lét lífið í gærmorgun. Að okkur vitandi hafði hann enga undirliggjandi sjíkdóma og við erum frá okkur af sorg.“

Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Bretlandi sýna tilfelli þar sem ungir einstaklingar, án undirliggjandi sjúkdóma, láta lífið sökum sjúkdómsins vel hversu mikilvægt það er að fylgja fyrirmælum yfirvalda og gæta þess að halda fjarlægð við annað fólk. Sjúkdómurinn spyr ekki um aldur og því þurfi allir að fara eftir reglum og leiðbeiningum.

Í dag höfðu rúmlega 1800 Bretar látið lífið vegna sjúkdómsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Leðurblökukonan segir að COVID-19 sé bara toppurinn á ísjakanum

Leðurblökukonan segir að COVID-19 sé bara toppurinn á ísjakanum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kórónuveiran „hverfur“ svo hratt að erfitt er að prófa bóluefni

Kórónuveiran „hverfur“ svo hratt að erfitt er að prófa bóluefni