fbpx
Föstudagur 29.maí 2020
Pressan

Þetta vakti óhug hundeigandans – „Fékk næstum hjartastopp“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 30. mars 2020 05:59

Gody á eldhúsgólfinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar eigandi hundsins Gody kom nýlega inn í eldhús sá hann hundinn liggja á bakinu á gólfinu eins og sést á myndinni. Honum brá að vonum mikið enda aðkoman ekki glæsileg. Feldurinn rauður og hundurinn grafkyrr. Eigandinn brást skjótt við og tók mynd af Gody.

Myndina birti hann síðan á samfélagsmiðlum og vakti hún hörð viðbrögð margra dýravina sem töldu eigandann vera að birta mynd af Gody dauðum. En það er ekki alltaf allt eins og það lítur út fyrir og það á svo sannarlega við í þessu máli.

Gody hafði nýtt tækifærið þegar eigandinn var ekki nærstaddur og náð sér í drekaávöxt og hámað í sig. Þegar hann hafði étið nægju sína hafði hann greinilega lagst ofan á ávöxtinn og kramið hann. Af þeim sökum varð feldurinn rauðleitur. Það er því ekki furða að margir hafi talið Gody vera dauðann þegar þeir sáu myndina.

„Þetta hræddi næstum líftóruna úr mér. Nú hlæ ég bara.“

Skrifaði einn notandi á Facebook.

„Hann er svo sætur! Ég fékk næstum hjartastopp þegar ég sá þetta fyrst en síðan áttaði ég mig á hvað hafði gerst.“

Skrifaði annar notandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lufthansa fær 9 milljarða evra frá þýska ríkinu

Lufthansa fær 9 milljarða evra frá þýska ríkinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

130 manns segjast vera börn Jeffrey Epstein

130 manns segjast vera börn Jeffrey Epstein
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjórir lögreglumenn reknir úr starfi eftir andlát svarts manns – „Það sem ég sá var svo rangt“

Fjórir lögreglumenn reknir úr starfi eftir andlát svarts manns – „Það sem ég sá var svo rangt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kórea boðar frekari kjarnorkuvopnafælingu

Norður-Kórea boðar frekari kjarnorkuvopnafælingu
Fyrir 4 dögum

Örtröð við Hreðavatn um helgina

Örtröð við Hreðavatn um helgina