fbpx
Mánudagur 06.apríl 2020
Pressan

Prins Andrew hefur ráðið her lögmanna og almannatengla

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. mars 2020 17:30

Andrew prins í viðtali við BBC.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrew Bretaprins hefur verið í miklum mótvindi undanfarna mánuði vegna tengsla hans við barnaníðinginn Jeffrey Epstein og ásakana á hendur Andrew um að hann hafi nýtt sér þjónustu Epstein sem seldi aðgang að barnungum stúlkum. Bandarísk löggæsluyfirvöld vilja gjarnan ræða við Andrew en hann virðist ekki á þeim buxunum að verða við óskum þar um.

Hann hefur nú ráðið bestu lögmenn Bretlandseyja til starfa og almannatengla til að taka slaginn gegn bandarísku alríkislögreglunni FBI og bandarískum saksóknurum og til að reyna að hressa upp á stórskaddað mannorð sitt.

The Telegraph segir að Andrew hafi ráðið hóp af bestu lögmönnum Bretlandseyja og almannatengla í sama gæðaflokki til að tryggja að hann verði ekki spurður nærgöngula spurninga og til að tryggja að hann verði aftur vinsæll prins.

Einn almannatenglanna er Mark Gallagher, sem er sérfræðingur í krísustjórnun. Hann hefur til dæmis aðstoðað breska stjórnmálamenn sem voru sakaðir um að tilheyra hópi barnaníðinga. Ásakanir þessar reyndust ekki eiga við rök að styðjast.

Clare Montgomery, lögmaður og sérfræðingur í framsalsmálum, hefur einnig verið ráðin til starfa hjá prinsinum. Hún var eitt sinn lögmaður Augusto Pinochet, fyrrum einræðisherra í Chile.

Fyrr í mánuðinum sagði Geoffrey Berman, saksóknari á Manhattan, að prinsinn hafi „lokað dyrunum“ varðandi rannsóknina á máli Epstein. Epstein fyrirfór sér sumarið 2019 í fangaklefa í New York en hann sat þá í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa selt barnungar stúlkur í vændi.

Andrew var vinur Epstein. Prinsinn hefur verið sakaður um að hafa þrisvar sinnum stundað kynlíf með Virginia Giuffre Roberts, sem þá var 17 ára, fyrir 20 árum í Lundúnum. Hún var ein þeirra stúlkna sem Epstein greiddi fyrir að stunda kynlíf með körlum.

Bandarísk yfirvöld vilja gjarnan yfirheyra prinsinn en lögmennirnir eiga að reyna að koma í veg fyrir að það takist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Andstæðingur bólusetninga hneykslar – „Eina leiðin til að smitast af þessari veiru er að henni sé sprautað beint í æð“

Andstæðingur bólusetninga hneykslar – „Eina leiðin til að smitast af þessari veiru er að henni sé sprautað beint í æð“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Margrét Þórhildur Danadrottning setur ósk fram til þjóðarinnar í tengslum við afmæli sitt

Margrét Þórhildur Danadrottning setur ósk fram til þjóðarinnar í tengslum við afmæli sitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynjaskipting, kennitölur og hundar – Svona takast nokkur lönd á við COVID-19 faraldurinn

Kynjaskipting, kennitölur og hundar – Svona takast nokkur lönd á við COVID-19 faraldurinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vara íbúa í Wuhan við nýrri bylgju COVID-19

Vara íbúa í Wuhan við nýrri bylgju COVID-19