fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Hræðilegar niðurstöður hermilíkans – 65 milljónir látast af völdum heimsfaraldurs

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. mars 2020 05:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í október á síðasta ári, tveimur mánuðum áður en COVID-19 kórónuveiran kom fram á sjónarsviðið í Kína, safnaðist hópur heilbrigðissérfræðinga saman í New York og setti á svið heimsfaraldur af völdum kórónuveiru með aðstoð hermilíkans.

Markmið æfingarinnar var að sjá hversu vel fyrirtæki, yfirvöld og alþjóðlegar stofnanir gætu starfað saman og tekist á við ímyndaðan „heimsfaraldur sem hefði hugsanlegar hörmulegar afleiðingar“. En slíkur faraldur er ekki lengur bara fræðilegur heldur staðreynd því COVID-19 herjar nú af fullum krafti á heimsbyggðina.

Í umfjöllun New York Magzine um málið kemur fram að COVID-19 faraldurinn sé ótrúlega líkur þeim sem var settur á svið á æfingunni í október en hún nefndist „Event 201“. Í henni fór veira, sem var kölluð CAPS (Coronavirus Associated Pulmonary Syndrome) af stað í brasilískum svínum og barst úr þeim í menn. Úr urðu veikindi sem voru allt frá mildum flensueinkennum yfir í lungnabólgu. Á þremur mánuðum veiktust 30.000 manns af þessari ímynduðu veiru og 2.000 létust.

En þar með er ekki öll sagan sögð því veiran var látin taka á sig mynd heimsfaraldurs og eftir 18 mánuði var staðan sú að 65 milljónir manna höfðu látist. Þá var staðan sú að faraldurinn var farinn að hægja á sér því færri voru móttækilegir fyrir hinni ímynduðu veiru. Þá þótti einnig liggja ljóst fyrir að faraldurinn myndi halda áfram þar til bóluefni væri komið fram eða 80 til 90 prósent mannkyns hefði smitast af veirunni. Eftir það væri líklegast að um barnasjúkdóm yrði að ræða.

Í tilkynningu frá Johns Hopkins Center for Health Security segir að æfingin hafi ekki verið spá, ekki sé verið að spá því að 65 milljónir manna muni láta lífið af völdum COVID-19. Ekki hafi verið gengið út frá sömu aðstæðum í æfingunni og nú eru uppi. Segja vísindamenn að ekki skuli líta á æfinguna sem spá heldur sem verkfæri til að bæta viðbrögð við heimsfaraldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ömurlegt að missa auga: „Ég er miður mín alla daga út af því“

Ömurlegt að missa auga: „Ég er miður mín alla daga út af því“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

55 fermetra sumarhús til sölu – Ásett verð er 220 milljónir – Sjáðu myndirnar

55 fermetra sumarhús til sölu – Ásett verð er 220 milljónir – Sjáðu myndirnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fimm ótrúleg mál – Mannránin sem gleymast aldrei

Fimm ótrúleg mál – Mannránin sem gleymast aldrei