fbpx
Mánudagur 01.júní 2020
Pressan

Einn gestur smitaði 44 af COVID-19 í brúðkaupsveislu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. mars 2020 20:00

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun mars fór brúðkaup eitt fram í Úrúgvæ og var 500 manns boðið til veislunnar. Allt fór þetta vel fram en í kjölfarið hefur það varpað töluverðum skugga á þennan góða dag að 44 gestir smituðust af COVID-19 veirunni. Öll smitin hafa verið rakin til sömu konunnar.

The Guardian skýrir frá þessu. Konan, hin 57 ára Carmela Hontou, sem er tískuhönnuður var nýkomin heim frá Spáni og var með háan hita þegar hún mætti í brúðkaupið.

Spánn er eitt þeirra landa sem hefur orðið verst úti af völdum heimsfaraldursins og þar var staðan slæm í byrjun mars. En Hontou ákvað samt sem áður að fara í brúðkaupið þrátt fyrir að vera með hita og þar með einkenni COVID-19. Þegar hún var spurð hvort hún hafi ekki hugleitt að það væri kannski ekki svo góð hugmynd að vera innan um margt fólk svaraði hún:

„Þetta er fáránlegt. Veistu hversu margir voru um borð í flugvélinni á leiðinni heim?“

Hún dró þó ekki úr því að síðustu dagar hafi reynst henni erfiðir. Hún hefur meðal annars verið kölluð „hryðjuverkamaður“ sem hafi komið með veiruna inn í landið „til að drepa fólk“.

Samkvæmt frétt The Guardian á hún saksókn yfir höfði sér fyrir að hafa dreift smitsjúkdómi en það er refsivert samkvæmt hegningarlögum í Úrúgvæ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vildu semja um lausnargjaldið – Af hverju öll þessi símtöl?

Vildu semja um lausnargjaldið – Af hverju öll þessi símtöl?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Handtekinn 10 mánuðum eftir að 36 létust í eldsvoða

Handtekinn 10 mánuðum eftir að 36 létust í eldsvoða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Japanir ræða um 26 þúsund króna ferðaávísun

Japanir ræða um 26 þúsund króna ferðaávísun
Fyrir 4 dögum

Kynning á veiðisvæðum Þingvallavatns og Úlfljótsvatns

Kynning á veiðisvæðum Þingvallavatns og Úlfljótsvatns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ætlaði að skila vörum við kassann – Óvænt viðbrögð afgreiðslustúlkunnar

Ætlaði að skila vörum við kassann – Óvænt viðbrögð afgreiðslustúlkunnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjórir lögreglumenn reknir úr starfi eftir andlát svarts manns – „Það sem ég sá var svo rangt“

Fjórir lögreglumenn reknir úr starfi eftir andlát svarts manns – „Það sem ég sá var svo rangt“