fbpx
Þriðjudagur 22.september 2020
Pressan

Kynlíf á tímum COVID-19 – Hvað má og hvað má ekki?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. mars 2020 07:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagið er úr skorðum vegna COVID-19 veirunnar sem herjar þessar vikurnar. Yfirvöld hér á landi og víða um heim hafa sett harðar reglur um hvað fólk má til að reyna að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar. Mælt er með miklu hreinlæti, að halda nánum snertingum í lágmarki og fólki hefur verið bannað að safnast saman í stórum hópum. Ef allt þetta er tekið með í reikninginn er ekki að sjá að þetta fari vel saman við að stunda kynlíf.

Það getur auðvitað verið freistandi að bregða á leik þegar fólk eyðir miklu meiri tíma saman nú en oft áður til að hindra útbreiðslu veirunnar. En hvað með þá einhleypu? Hvað geta þeir gert? Hvað má og hvað má ekki þegar kemur að kynlífi?

Danska ríkisútvarpið leitaði nýlega svara við þessu hjá Astrid Højgaard, yfirlækni hjá Sexologisk Center við Álaborgarháskóla, og lagði nokkrar spurningar fyrir hana um þetta. Dönsk yfirvöld hafa gripið til ýmissa ráðstafana vegna veirunnar og eru þær harðari en gripið hefur verið til hér á landi fram að þessu. En það má samt sem áður ætla að það sem Højgaard sagði eigi einnig við hér á landi.

Getur kórónuveiran smitast við kynmök?

„Það vitum við ekki enn. Enn hafa ekki verið gerðar rannsóknir sem sýna hvort kórónuveiran er í sæði eða leggöngum. Þegar maður stundar kynlíf er um nána snertingu við aðra manneskju að ræða. Líklega er maður í litlu og lokuðu rými þar sem maður andar nærri hvort öðru og það er aðalsmitleiðin. Veiran er í loftinu sem við öndum frá okkur.“

Er í lagi að stunda kynlíf ef maður á kærasta/kærustu?

„Já, það er það. Ef fólk býr saman þá deilir það sömu bakteríum, veirum og sveppum. Ef maður heldur sig við kærustuna/kærastann, sem maður býr með, held ég ekki að það auki líkurnar því maður er hvort sem er í svo náinni snertingu heima. Veiran getur einnig þrifist á yfirborði hluta og meðal annars í sængurfatnaði svo ef maður býr saman eru meiri líkur á smiti.“

Er í lagi að stunda kynlíf með einhverjum sem maður hefur farið á nokkur stefnumót með?

„Ef maður gerir það eykur maður líkurnar á að smitast af kórónuveiru. Allt bendir til að þeim mun færri snertingar sem við eigum, þeim auðveldara sé að koma í veg fyrir smit. Það er því best að sleppa því.“

Hvað með nýja rekkjunauta?

„Það tel ég vera heimskulega hugmynd vegna smithættunnar. Það óþægilega við veirusmit er að maður getur smitast af einhverjum sem veit ekki að hann er smitaður vegna hins langa meðgöngutíma veirunnar. Af þeim sökum myndi ég fara varlega í að finna nýjan rekkjunaut.“

Getur maður smitað sjálfan sig við að fróa sér?

„Nei, það getur maður ekki. Sjálfsfróun er ekki vandinn þegar við ræðum um kórónuveirusmit. Það er skortur á handþvotti og hreinlæti sem er vandinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Fyrir 2 dögum

Barbados vill verða lýðveldi og losa sig við Elísabetu II sem þjóðhöfðingja

Barbados vill verða lýðveldi og losa sig við Elísabetu II sem þjóðhöfðingja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dýrt tjáningarfrelsi – Öryggisgæsla Rasmus Paludan hefur kostað 2,7 milljarða

Dýrt tjáningarfrelsi – Öryggisgæsla Rasmus Paludan hefur kostað 2,7 milljarða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullu heitapottsþjófnaðirnir – Glæpagengi sem athafnar sig að degi til

Dularfullu heitapottsþjófnaðirnir – Glæpagengi sem athafnar sig að degi til
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglan í Panama fann fjöldagröf sértrúarsafnaðar

Lögreglan í Panama fann fjöldagröf sértrúarsafnaðar