Mánudagur 30.mars 2020
Pressan

Neitaði að vera í sóttkví vegna COVID-19 – Það kostaði hana starfið

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. mars 2020 06:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki annað að sjá en konu, sem starfaði hjá þýska fyrirtækinu Bayer, hafi verið alveg sama um að hafa brotið reglur um sóttkví vegna COVID-19. En hjá fyrirtækinu eru brot á sóttkví tekin alvarlega og var konan rekin úr starfi eftir að upp komst að hún hafði farið út að hlaupa.

Hjá Bayer, sem framleiðir meðal annars ýmis lyf, eru reglur og fyrirmæli yfirvalda tekin mjög alvarlega og engin vanþörf á þessa dagana. Konan var nýkomin til Kína og þar gilda þær reglur núna að allir sem koma til landsins eiga að fara í 14 daga sóttkví. Konan fór samt sem áður út að hlaupa en forsvarsmenn fyrirtækisins komust að því.

Þegar málið var tekið upp við konuna brást hún illa við að sögn FiercePharma og sakaði hún samstarfsfólk sitt um áreiti.

Í tilkynningu frá Bayer segir að konunni hafi strax verið sagt upp störfum vegna brots á reglum fyrirtækisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífsiðnaðurinn í Danmörku finnur fyrir COVID-19

Kynlífsiðnaðurinn í Danmörku finnur fyrir COVID-19
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump stefnir á að opna Bandaríkin á nýjan leik – „Hann er greinilega ekki í tengslum við raunveruleikann“

Trump stefnir á að opna Bandaríkin á nýjan leik – „Hann er greinilega ekki í tengslum við raunveruleikann“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eru kjöraðstæður fyrir COVID-19 hér á landi? – Smitast best í litlum loftraka og 5 til 11 gráðu hita

Eru kjöraðstæður fyrir COVID-19 hér á landi? – Smitast best í litlum loftraka og 5 til 11 gráðu hita
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þú getur líklegast smitast oft af kórónuveiru á lífsleiðinni

Þú getur líklegast smitast oft af kórónuveiru á lífsleiðinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óttaðist COVID-19 mikið og tók klórókínfosfat sem varð honum að bana

Óttaðist COVID-19 mikið og tók klórókínfosfat sem varð honum að bana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tifandi COVID-19 sprengja – „Hverjir eiga að deyja?“

Tifandi COVID-19 sprengja – „Hverjir eiga að deyja?“
Pressan
Fyrir 5 dögum

FBI segir öfgamenn ætla að reyna að smita lögreglumenn og gyðinga af COVID-19

FBI segir öfgamenn ætla að reyna að smita lögreglumenn og gyðinga af COVID-19
Pressan
Fyrir 5 dögum

Greta Thunberg telur sig vera með COVID-19

Greta Thunberg telur sig vera með COVID-19