fbpx
Fimmtudagur 24.september 2020
Pressan

Trump telur COVID-19 áætlun sína „frábæra“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. mars 2020 08:01

Er hann sjúklega feitur? Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur verið sakaður um að hafa vanmetið alvarleika COVID-19 faraldursins lengi og að hafa að auki dreift samsæriskenningum og röngum upplýsingum um faraldurinn. Trump er þessu ekki sammála og sagði á fréttamannafundi á þriðjudaginn að hann hafi lengi talið faraldurinn vera heimsfaraldur og hafi brugðist við eftir því.

Í gagnrýninni á Trump hefur komið fram að hann og ríkisstjórn hans hafi dregið lappirnar svo lengi í málinu að nú sé gríðarlegur fjöldi Bandaríkjamanna smitaður af veirunni án þess að yfirvöld viti hversu margir þeir eru. Um 6.000 hafa greinst með smit.

Trump vísaði því á bug á fréttamannafundi í gær að of seint hafi verið brugðist við og sagði aðgerðir ríkisstjórnar sinnar vera „frábærar“ þegar hann var spurður af hverju hefði ekki verið brugðist fyrr við og af meiri krafti.

„Þetta var áætlunin allt frá upphafi. Svona sáum við þetta fyrir okkur. Þetta væri næsta rökrétta skrefið. Við lokuðum snemma á Kína og ég held að það hafi bjargað miklum fjölda mannslífa.“

Sagði Trump.

Fréttamaður spurði hann þá hvort ekki væri um stefnubreytingu að ræða hjá Trump varðandi faraldurinn.

„Nei. Ég taldi þetta vera heimsfaraldur löngu áður en þetta var kallað heimsfaraldur. Það hefur því ekkert breyst.“

Var svarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Í gær

Óhugnanlegt morðmál fyrir dómi – Játar að hafa myrt eiginkonuna með sveðju á götu úti

Óhugnanlegt morðmál fyrir dómi – Játar að hafa myrt eiginkonuna með sveðju á götu úti
Í gær

Þetta gekk allt vel

Þetta gekk allt vel
Pressan
Í gær

Fjölskyldan hélt að eitrað hefði verið fyrir henni – Reyndist vera svolítið annað

Fjölskyldan hélt að eitrað hefði verið fyrir henni – Reyndist vera svolítið annað
Pressan
Í gær

Undarlegur fundur – Fann heila vafinn inn í álpappír

Undarlegur fundur – Fann heila vafinn inn í álpappír