Mánudagur 30.mars 2020
Pressan

Evrópski seðlabankinn með 750 milljarða evra hjálparpakka vegna COVID-19

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. mars 2020 07:01

Evrum verður dælt út úr ECB. Mynd:Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

COVID-19 faraldurinn hefur haft mikil og neikvæð áhrif á alþjóðlega fjármálamarkaði. Nú ætlar Evrópski seðlabankinn (ECB) að bregðast við því með stórum hjálparpakka. Í gærkvöldi tilkynnti bankinn að hann ætli að nota 750 milljarða evra til að styðja við evrópskt efnahagslíf á næstunni.

Bankinn mun kaupa skuldabréf útgefin af opinberum aðilum sem og einkaaðilum. Margir óttast að alvarleg efnahagskreppa, eins og varð 2008, sé í uppsiglingu vegna COVID-19 og eru aðgerðir ECB liður í því að koma í veg fyrir að svo fari.

Bankinn mun kaupa skuldabréf út árið eða þar til hann telur að kórónuveirukrísan sé afstaðin. Í yfirlýsingu bankans kemur einnig fram að hann sé tilbúinn til að kaupa enn meira ef þörf krefur.

Christine Lagarde, formaður ECB, skrifaði á Twitter að „sérstakir tímar kalli á sérstakar aðgerðir“. Hún sagði engin takmörk vera á skyldum bankans við evruna og að hann sé staðráðinn í að nota öll þau verkfæri sem hann býr yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Bóluefni gegn COVID-19 gæti verið tilbúið í haust – Aðeins fyrir ákveðinn þjóðfélagshóp

Bóluefni gegn COVID-19 gæti verið tilbúið í haust – Aðeins fyrir ákveðinn þjóðfélagshóp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grunur um þrjú morð í Uppsala – Líkin fundust í brennandi bíl

Grunur um þrjú morð í Uppsala – Líkin fundust í brennandi bíl
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kínversk yfirvöld segja að engin ný smit hafi greinst í Hubei – Er það kannski ekki rétt?

Kínversk yfirvöld segja að engin ný smit hafi greinst í Hubei – Er það kannski ekki rétt?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dönsk yfirvöld loka einkasjúkrahúsum

Dönsk yfirvöld loka einkasjúkrahúsum
Pressan
Fyrir 5 dögum

NASA auglýsir eftir geimförum og þú átt væntanlega ekki séns

NASA auglýsir eftir geimförum og þú átt væntanlega ekki séns
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einn gestur smitaði 44 af COVID-19 í brúðkaupsveislu

Einn gestur smitaði 44 af COVID-19 í brúðkaupsveislu