fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

35 létust af völdum COVID-19 á sama dvalarheimilinu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. mars 2020 08:05

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

35 eldri borgarar hafa látist af völdum COVID-19 veirunnar á Life Care Center í Kirkland sem er í útjaðri Seattle í Washington í Bandaríkjunum. Talið er að fólkið hafi smitast af starfsfólki sem hélt áfram að vinna þrátt fyrir að vera sjálft veikt af völdum veirunnar.

10 létust á dvalarheimilinu í gær og var fjöldi látinna þar þá kominn upp í 35. Af þeim 150, sem hafa látist af völdum veirunnar í Bandaríkjunum til þessa, eru 65 frá Washington. LA Times skýrir frá þessu. Fram kemur að 81 íbúi hafi greinst með veiruna, 34 starfsmenn og 14 gestir.

Bandaríska smitsjúkdómastofnunin CDC hefur rannsakað starfsemi dvalarheimilisins og komist að því að margir starfsmenn voru við störf þrátt fyrir að hafa verið veikir. Margir þeirra unnu á fleiri stöðum til að hafa í sig og á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu