fbpx
Sunnudagur 05.apríl 2020
Pressan

Skelfilegir spádómar Baba Vanga fyrir 2020 – Náttúruhamfarir og morðtilræði

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. mars 2020 07:01

Baba Vanga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baba Vanga hefur oft verið sögð vera „Nostradamus Balkanríkjanna“ en margir telja hana hafa búið yfir spádómsgáfu og hafi sagt fyrir um framtíðina. En hvað sagði Vanga um árið 2020?

Baba Vanga var blind búlgörsk kona. Hún fæddist 1911 og lést 1996. Hún er sögð hafa spáð rétt fyrir um marga atburði. Spádómar hennar vöktu eiginlega fyrst athygli utan Balkanríkjanna árið 2000 þegar meintur spádómur hennar um rússneska kafbátinn Kursk rættist en hann sökk þá með allri áhöfn í Barentshafi.

Eftir þetta hafa aðdáendur hennar talið sig geta lesið margt fróðlegt úr spádómum hennar og að hún hafi spáð rétt fyrir um marga mikilvæga heimsatburði. Þeir telja til dæmis að hún hafi spáð fyrir hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin í september 2001. Flóðbylgjuna miklu sem reið yfir stór svæði í Asíu 2004 og kjör Barack Obama sem forseta Bandaríkjanna.

Aðdáendur Vanga telja hana einnig hafa búið yfir miðilshæfileikum og að hún hafi getað átt í samskiptum við látna.

En hvað sagði Baba Vanga um árið 2020?

Þeir sem túlka spádóma hennar telja hana hafa spáð fyrir um að Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, verði sýnt banatilræði á árinu.

Hún er einnig sögð hafa spáð því að risastór flóðbylgja skelli aftur á Asíu á þessu ári, sextán árum eftir að flóðbylgja varð 220.000 manns að bana í Suðaustur-Asíu. Ef Vanga hefur rétt fyrir sér þá mun stór flóðbylgja skellá Pakistan, Japan, Kína og Indónesíu á þessu ári.

En svo ótrúlegt sem það nú kann að virðast spáði hún ekki fyrir um COVID-19 faraldurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Góðverk eru smitandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stokkhólmsleiðin – Hækka laun heilbrigðisstarfsfólks upp í 220 prósent af venjulegum launum

Stokkhólmsleiðin – Hækka laun heilbrigðisstarfsfólks upp í 220 prósent af venjulegum launum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skelfilegar tölur frá Bandaríkjunum – 1.169 létust af völdum COVID-19 síðasta sólarhringinn

Skelfilegar tölur frá Bandaríkjunum – 1.169 létust af völdum COVID-19 síðasta sólarhringinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ford ætlar að framleiða 50.000 öndunarvélar næstu 100 daga

Ford ætlar að framleiða 50.000 öndunarvélar næstu 100 daga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ólíkt hafast bræðurnir að – Annar hættir opinberum störfum en hinn tekur þátt í baráttunni gegn COVID-19

Ólíkt hafast bræðurnir að – Annar hættir opinberum störfum en hinn tekur þátt í baráttunni gegn COVID-19
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rúmlega 5.000 hafa látist í Bandaríkjunum af völdum COVID-19 – 884 létust á síðasta sólarhring

Rúmlega 5.000 hafa látist í Bandaríkjunum af völdum COVID-19 – 884 létust á síðasta sólarhring
Pressan
Fyrir 3 dögum

Æsileg eftirför eftir ökuníðingi – Var að kenna hundinum sínum að keyra

Æsileg eftirför eftir ökuníðingi – Var að kenna hundinum sínum að keyra