fbpx
Föstudagur 18.september 2020
Pressan

Er COVID-19 refsing guðs eða verk Bandaríkjahers? Lygafréttir og samsæriskenningar grafa undan baráttunni gegn veirunni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. mars 2020 06:50

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samhliða því að COVID-19 faraldurinn geisar víða um heim beina heilbrigðisyfirvöld, vísindamenn og valdhafar sjónum sínum einnig að annarri hættu sem geisar og tengist COVID-19 óneitanlega. Það eru upplognar fréttir og markviss áróður sem er einnig byggður á lygum.

Rangar upplýsingar um dánartíðni af völdum veirunnar, uppruna hennar og viðbrögð ítalska yfirvalda og meðferð þeirra á sýktu fólki hafa dögum og vikum saman grasserað á samfélagsmiðlum. Stjórnvöld eru sökuð um að veita vísvitandi rangar upplýsingar og setja fram samsæriskenningar um veiruna í eigin þágu.

Það er auðvelt að nota faraldurinn til að koma fölskum fréttum á fram færi því málið á hug okkar allan þessa dagana. Margar af þeim lygum og samsæriskenningum sem eru settar fram höfða beint til ótta fólks, reiði og óöryggis og dreifast því hratt á internetinu.

Vísbendingar hafa komið fram um að rússnesk nettröll hafi á skipulagðan hátt stundað dreifingu lyga og rangra upplýsinga í tengslum við faraldurinn. Í síðustu viku tilkynntu Twitter og Facebook að miðlarnir hefðu lokað fjölda aðganga sem tengdust rússneskum nettröllum sem stunda iðju sína frá Gana og Nígeríu. Markmið hópsins var að hafa áhrif á skoðanamyndun í Bandaríkjunum og notaði hann faraldurinn mikið í áróðursstarfsemi sinni að sögn The Guardian.

Ítalir hafa farið illa út úr faraldrinum og þar hefur röngum upplýsingum verið dreift í gríð og erg. Nýlega breiddist ákall frá nafnlausum hjartalækni á ítölsku sjúkrahúsi út sem eldur í sinu á samfélagsmiðlum.  Hann sagði að læknar yrðu nú að velja hverjir fengju að lifa og hverjir skyldu deyja. Þetta fór á mikið flug og nokkrir innlendir og erlendir fjölmiðlar skýrðu frá þessu áður en tveir yfirlæknar við stærsta sjúkrahúsið í Mílanó stigu fram og sögðu þetta ekki eiga við rök að styðjast.

Í Bandaríkjunum hefur Donald Trump verið sakaður um að veita rangar upplýsingar um faraldurinn og dreifa samsæriskenningum. Í síðustu viku vakti það nokkra athygli að talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins sagði á Twitter að „hugsanlega hafi Bandaríkjaher komið faraldrinum af stað í Wuhan“.

Í Afríku hafa samsæriskenningar blossað upp. Nýlega sagði varnarmálaráðherra Simbabve að faraldurinn væri refsing yfir Evrópu og Bandaríkjunum „fyrir refsiaðgerðir gegn stjórn landsins fyrir brot á mannréttindum“.

Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið hafa sagt veiruna vera „þjáningu senda af guði“ og hafa varað liðsmenn sína við ferðum til Evrópu.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO beinir sjónum sínum að þessu og hefur varað við dreifingu lygafrétta og samsæriskenninga. Tedro Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, sagði fyrir rúmum mánuði að WHO berjist ekki aðeins gegn veirunni heldur einnig nettröllum og samsæriskenningum sem grafa undan aðgerðum gegn faraldrinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Í gær

Trump fer gegn orðum eigin sérfræðings – „Hann var ringlaður“

Trump fer gegn orðum eigin sérfræðings – „Hann var ringlaður“
Pressan
Í gær

Tæplega tveir þriðju hlutar ungra fullorðinna Bandaríkjamanna vita ekki sannleikann um Helförina

Tæplega tveir þriðju hlutar ungra fullorðinna Bandaríkjamanna vita ekki sannleikann um Helförina
Pressan
Í gær

Kaupmaður setur 18 ára aldurstakmark á eggjakaup – Krefur fólk um skilríki

Kaupmaður setur 18 ára aldurstakmark á eggjakaup – Krefur fólk um skilríki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Orðrómur um að Íranar hyggist ráða bandarískan sendiherra af dögum – Trump hótar hefndum

Orðrómur um að Íranar hyggist ráða bandarískan sendiherra af dögum – Trump hótar hefndum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottalegt morðmál skekur Bretland – Örsmár hluti úr líkinu varð morðingjanum að falli

Hrottalegt morðmál skekur Bretland – Örsmár hluti úr líkinu varð morðingjanum að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Undarleg hegðun háhyrninga við strendur Portúgals og Spánar

Undarleg hegðun háhyrninga við strendur Portúgals og Spánar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eru mjólkurvörur hollar eða óhollar?

Eru mjólkurvörur hollar eða óhollar?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hlýjasta sumar sögunnar á norðurhveli jarðar

Hlýjasta sumar sögunnar á norðurhveli jarðar