Mánudagur 30.mars 2020
Pressan

Hafa uppgötvað ný sjúkdómseinkenni COVID-19

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. mars 2020 06:52

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hendridk Streeck, prófessor og veirufræðingur, er líklegast sá sem hefur hitt flesta COVID-19 sjúklinga í Þýskalandi en hann hefur unnið að rannsóknum á smiteinkennum. Hann og samstarfsfólk hans hafa gengið á milli húsa í Heinsberg, sem hefur orðið sérstaklega illa fyrir barðinu á veirunni, og rætt við þá sem hafa smitast. Með þessu hafa vísindamennirnir kortlagt smiteinkennin, tekið öndunarsýni, tekið sýni af hurðarhúnum, farsímum og fjarstýringum og af vatninu í klósettum.

Í viðtali við Frankfurter Allgemeine Zeitung sagði Streeck að hópurinn hafi uppgötvað ný einkenni smits af völdum COVID-19.

Hann sagði að rúmlega tveir þriðju hluta aðspurðra hafi lýst því hvernig þeir töpuðu lyktar- og bragðskyni í nokkra daga. Þetta hafi jafnvel orðið svo slæmt að móðir fann ekki kúkalyktina þegar barnið hennar var búið að kúka í bleiuna. Aðrir hafi ekki fundið lykt af sjampóinu sínu og að maturinn hafi orðið bragðlaus. Ekki sé enn hægt að segja til með fullri viss um hvenær þessi einkenni gera vart við sig en líklega sé það nokkrum dögum eftir að fólk smitast af veirunni.

Rúmlega 100 manns tóku þátt í rannsókninni en enginn þeirra hafði veikst alvarlega af veirunni og þurft að leggjast inn á sjúkrahús.

Flestir finna fyrir vægum einkennum smits af völdum COVID-19 miðað við niðurstöður rannsóknarinnar og sama niðurstaða fékkst í kínverskri rannsókn sem var gerð í Shenzhen. Þar kom í ljós að 91 prósent sýktra fengu væg einkenni með þurrum hósta og hugsanlega hita. Í þýsku rannsókninni bættist tap á lyktar- og bragðskyni við.

Streeck sagði að um 30 prósent þýsku sjúklinganna hafi einnig fengið niðurgang og hafi það verið hærra hlutfall en áður var talið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífsiðnaðurinn í Danmörku finnur fyrir COVID-19

Kynlífsiðnaðurinn í Danmörku finnur fyrir COVID-19
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump stefnir á að opna Bandaríkin á nýjan leik – „Hann er greinilega ekki í tengslum við raunveruleikann“

Trump stefnir á að opna Bandaríkin á nýjan leik – „Hann er greinilega ekki í tengslum við raunveruleikann“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru kjöraðstæður fyrir COVID-19 hér á landi? – Smitast best í litlum loftraka og 5 til 11 gráðu hita

Eru kjöraðstæður fyrir COVID-19 hér á landi? – Smitast best í litlum loftraka og 5 til 11 gráðu hita
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þú getur líklegast smitast oft af kórónuveiru á lífsleiðinni

Þú getur líklegast smitast oft af kórónuveiru á lífsleiðinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óttaðist COVID-19 mikið og tók klórókínfosfat sem varð honum að bana

Óttaðist COVID-19 mikið og tók klórókínfosfat sem varð honum að bana
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tifandi COVID-19 sprengja – „Hverjir eiga að deyja?“

Tifandi COVID-19 sprengja – „Hverjir eiga að deyja?“
Pressan
Fyrir 5 dögum

FBI segir öfgamenn ætla að reyna að smita lögreglumenn og gyðinga af COVID-19

FBI segir öfgamenn ætla að reyna að smita lögreglumenn og gyðinga af COVID-19
Pressan
Fyrir 5 dögum

Greta Thunberg telur sig vera með COVID-19

Greta Thunberg telur sig vera með COVID-19