fbpx
Miðvikudagur 23.september 2020
Pressan

Myrtu föður sinn með hamri og hníf – Nú losna þær líklegast úr fangelsi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. febrúar 2020 22:00

Khachaturyan systurnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti mikla athygli í júlí 2018 þegar þrjár systur, Krestina, Angelina og Maria Khachaturyan, voru handteknar í Moskvu í Rússlandi grunaðar um að hafa orðið föður sínum, Mikhail Khachaturyan 57 ára, að bana með hníf og hamri á heimili fjölskyldunnar.

Þær drápu föður sinn eftir að hann hafði árum saman misþyrmt þeim. Hann neitaði að leyfa þeim að ganga í skóla, beitti þær líkamlegu ofbeldi og nauðgaði.

Daginn, sem þær drápu hann, hafði hann farið með þær eina og eina inn í herbergið sitt. Þar úðaði hann piparúða í andlit þeirra því honum fannst þær ekki hafa staðið sig nægilega vel við að þrífa íbúðina. Þegar hann sofnaði um kvöldið drápu þær hann. Þær hringdu sjálfar í lögregluna og voru handteknar þegar lögreglumenn komu á vettvang.

Systurnar voru 19, 18 og 17 ára þegar þetta gerðist. Ákæran á hendur þeim hratt mikilli umræðu af stað í Rússlandi um heimilisofbeldi en það var gert refsilaust, nema allra grófustu tilfellin, með lögum 2017. Faðir þeirra var þekktur ofbeldismaður, fíkniefnasali og tengdur mafíunni.

Verjendur þeirra og aðgerðasinnar telja að þær hafi neyðst til að drepa föður sinn til að lifa sjálfar af. BBC segir að rúmlega 350.000 manns hafi skrifað undir stuðningsyfirlýsingu við systurnar.

Á föstudaginn skýrðu verjendur þeirra frá því að saksóknarar hafi ákveðið að fella ákæru á hendur þeim niður því það sé mat ákæruvaldsins að þær hafi drepið föður sinn í nauðvörn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Í gær

Twitter vill ekki Obama – „Ég er að gera hryllilega tilraun“

Twitter vill ekki Obama – „Ég er að gera hryllilega tilraun“
Í gær

Fáskrúð í Dölum komin yfir 200 laxa

Fáskrúð í Dölum komin yfir 200 laxa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leitaði að dóttur sinni í 19 ár – Þá varð kúvending í málinu

Leitaði að dóttur sinni í 19 ár – Þá varð kúvending í málinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nýjar leiðbeiningar um kynlíf á tímum kórónuveiru – Sjálfsfróun og kynlíf á stórum opnum svæðum

Nýjar leiðbeiningar um kynlíf á tímum kórónuveiru – Sjálfsfróun og kynlíf á stórum opnum svæðum