fbpx
Sunnudagur 09.ágúst 2020
Pressan

Margir vilja kaupa F-16 orustuþotur Dana

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. febrúar 2020 22:30

F-16 á flugi yfir Danmörku. Mynd:Flyvevåbnets Fototjeneste/Forsvarskommandoen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danir hafa fest kaup á 27 nýjum orustuþotum af gerðinni F-35 frá Bandaríkjunum. Þær verða afhentar á næstu árum. Samhliða því sem þær verða afhentar verða 43 gamlar og úreltar F-16 orustuþotur hersins teknar úr umferð. En þrátt fyrir að það gerist ekki fyrr en á næstu árum eru margir nú þegar áhugasamir um að kaupa þær.

Trine Bramsen, varnarmálaráðherra, sagði nýlega á þingi að mikill áhugi væri á flugvélunum því þeim hefði verið haldið svo vel við alla tíð. Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu.

Varnarmálaráðuneytið hefur staðfest að til standi að selja flestar vélanna en nokkrum verði haldið eftir til að flugvirkjanemar geti æft sig á þeim og einhverjar fara á söfn.

Fyrstu F-35 vélarnar verða afhentar á næsta ári og þær síðustu 2024.

En áður en hægt er að selja F-16 vélarnar þurfa bandarísk stjórnvöld að samþykkja söluna en kveðið er á um það í kaupsamningi vélanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir mögulegt að COVID-bóluefni verði tilbúið fyrir kjördag – „Ég vil bjarga mannslífum“

Trump segir mögulegt að COVID-bóluefni verði tilbúið fyrir kjördag – „Ég vil bjarga mannslífum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarlegt tap Lufthansa

Gríðarlegt tap Lufthansa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hörmungarnar í Beirút – Yfir 50 látnir og þúsundir slasaðir

Hörmungarnar í Beirút – Yfir 50 látnir og þúsundir slasaðir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump – „Engum líkar við mig“

Trump – „Engum líkar við mig“