Mánudagur 24.febrúar 2020
Pressan

„Hvers vegna ert þú ekki með grímu?“ – Drónar notaðir til að hafa stórn á Kínverjum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. febrúar 2020 21:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að kórónavírusinn braust út hafa kínversk yfirvöld aukið eftirlit með borgurunum. Notkun dróna til að stjórna hegðun borgaranna hefur þó verið gagnrýnd. Kínverjar hafa einnig tekið í noktun nýjar aðferðir til þess að hefta útbreiðslu vírussins.

Í mörgum kínverskum borgum, hafa drónar, útbúnir hátölurum, flogið um og hafa þeir verið notaðir til þess að hafa eftirlit með borgurunum og setja ofaní við þá sem ekki fara eftir öllum reglum.

Í myndbroti em sýnt var í kínverska ríkissjónvarpinu, sést meðal annars þegar eldri kona var elt uppi af dróna. Í myndbrotinu heyrist í drónanum: „Já frænka, þetta er dróninn að tala við þig. Þú ættir ekki að ganga um án þess að vera með grímu. Já, þú ættir að fara heim – og ekki gleyma að þvo þér um hendurnar. Við erum búin að segja fólki að vera heima, samt ert þú á ferðinni. Nú fylgist dróninn með þér“.

Í öðru myndbroti er eldri maður á vélhjóli eltur uppi af dróna. „Frændi, þetta eru óvissutímar. Hvers vegna ert þú á ferðinni með enga grímu“ heyrist frá drónanum, sem einnig segir manninum að hann eigi ekki að hlægja.

Notkun dróna hefur fengið misjöfn viðbrögð á samfélagsmiðlum heimsins, svo sem Twitter. Nokkrir notendur styðja notkun drónanna, á meðan aðrir gagnrýna hana harðlega. Margir segja að þetta mikla eftirlit með borgurunum sé mjög „Orwellskt“, og vísa með því í skáldsögu George Orwell, 1984.

Talandi drónar eru ekki eina aðferðin sem Kínverjar hafa beitt til þess að hefta útbreiðslu vírussins. Önnur myndbrot sýna hvernig hátalarar í borgum eru notaðir á sama hátt, enn önnur aðferð sem beitt hefur verið er að sýna stutt myndbrot í sjónvarpi, þar sem hinir ýmsu embættismenn hvetja fólk til þess að vera heima, þetta fer meðal annars fram í bundnu máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést af völdum megrunarpilla – Innihéldu efni sem var notað í sprengjur í síðari heimsstyrjöldinni

Lést af völdum megrunarpilla – Innihéldu efni sem var notað í sprengjur í síðari heimsstyrjöldinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja sig hafa fundið áður óþekkta tegund manna – „Draugafólk“

Telja sig hafa fundið áður óþekkta tegund manna – „Draugafólk“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikurinn í Ástralíu: „Skrímsli“ sem hugsaði ekki um neitt nema sjálfan sig

Harmleikurinn í Ástralíu: „Skrímsli“ sem hugsaði ekki um neitt nema sjálfan sig
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þekktur rappari skotinn til bana: Kom Facebook-færslan upp um hann?

Þekktur rappari skotinn til bana: Kom Facebook-færslan upp um hann?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Átta skotnir til bana í Hanau í Þýskalandi – Árásarmaðurinn er látinn

Átta skotnir til bana í Hanau í Þýskalandi – Árásarmaðurinn er látinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Söguleg tíðindi – Aldrei fyrr hefur hitinn mælst yfir 20 gráður á Suðurskautinu

Söguleg tíðindi – Aldrei fyrr hefur hitinn mælst yfir 20 gráður á Suðurskautinu