fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Sjaldgæft heilkenni – Áfengi myndaðist í þvagblöðrunni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. febrúar 2020 07:01

Skyldi hún hafa pissað bjór? Mynd:Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verður þú mjög drukkinn eftir að hafa drukkið tvo bjóra? Kannski þolir þú áfengi ekki vel. Eða kannski ert þú með mjög sjaldgæft heilkenni, sem heitir á ensku „auto brewery syndrom“.

Heilkennið veldur því, eins og nafnið gefur til kynna, að þú ert með „minibrugghús“ í líkamanum, þar sem gersveppurinn vinnur áfengi úr sykrinum sem þú borðar. Þetta var einmitt það sem gerðist í tilfelli 61 árs gamallar konu í Bandríkjunum, sem varð til þess að bandarískir vísindamenn uppgötvuðu nýtt tilfelli af þessu afar sjaldgæfa heilkenni.

Heilkennið hefur áður fundist í þörmunum, þar sem blanda ákveðinna gersveppa og sykurríkrar fæðu, setti bruggferlið í gang. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta finnst í blöðrunni.

Læknarnir uppgötvuðu heilkennið þegar hin 61 árs gamla kona vildi komast á biðlista eftir nýrri lifur. Hún var bæði með sykusýki, sem hún var ekki dugleg að passa uppá, og skorpulifur. Henni var hafnað eftir rannsókn á sjúkrahúsi. Henni var þess í stað ráðlagt að leita sér hjálpar vegna drykkju sinnar, en þvagprufur hennar bentu til drykkju.

Konan hélt því fram að hún ætti ekki í vandræðum með áfengi, sem fékk læknana til að skoða prufurnar betur. Það reyndist góð ákvörðun.

Svona færðu brugghús í blöðruna

Til þess að fá minibrugghús í blöðruna er mikilvægt að byrja á því að ná sér í sykursýki. Fólk með sykursýki er nefnilega með sykur í þvaginu. Allir eru með gersvepp í líkamanum, en hann er eðlilegur hluti líkamans. Á lokuðu svæði, þar sem ekkert súrefni er til staðar, eins og í blöðrunni, geta sykurinn og gersveppurinn sett í gang bruggun, sem líkist því sem gerist í brugghúsi.

Gamlar rannsóknir hafa sýnt fram á að fólk með sykursýki hafði örlítið meira áfengi í blóðinu en aðrir. Það er þó ekkert til að hafa áhyggjur af, um er að ræða afar lítið magn áfengis.

Í tilfelli bandarísku konunnar var bruggið í blöðrunni svo mikið að áfengið endaði í þvaginu. Það kom næstum því í veg fyrir að hún fengi að fara í afar mikilvæga aðgerð vegna skemmdrar lifur. Þ

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Í gær

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaxandi áhyggjur af nýjum heimsfaraldri

Vaxandi áhyggjur af nýjum heimsfaraldri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ömurlegt að missa auga: „Ég er miður mín alla daga út af því“

Ömurlegt að missa auga: „Ég er miður mín alla daga út af því“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu