fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Hundur í einangrun eftir að kórónuveiran greindist í honum

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 28. febrúar 2020 10:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hundur í Hong Kong er kominn í einangrun eftir að COVID-19 kórónuveiran greindist í honum. Óvíst er þó hvort hundurinn sé í raun og veru smitaður en yfirvöld taka enga áhættu.

Í frétt Reuters, sem fjallar um þetta óvenjulega mál, kemur fram að strokur úr nefi og kjafti hundsins hafi gefið „veika“ en þó jákvæða niðurstöðu.

Tekið er fram að hundurinn sé einkennalaus og munu frekari prófanir fara fram til að ganga úr skugga um hvort eitthvað í umhverfinu hafi valdið þessari niðurstöðu. Eigandi hundsins, sextugur einstaklingur, greindist með kórónuveiruna.

Ekki er vitað til þess að gæludýr, til dæmis hundar og kettir, geti borið veiruna en í frétt Reuters kemur fram að þar til frekari upplýsingar liggja fyrir verði ekki tekin nein áhætta. Hundurinn verður í einangrun næstu tvær vikurnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug