fbpx
Laugardagur 04.apríl 2020
Pressan

Fólk lifði eitt stærsta eldgos sögunnar af – Gosið í Eyjafjallajökli bliknar í samanburði

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. febrúar 2020 05:59

Frá gosinu í Eyjafjallajökli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir 74.000 árum varð eitt stærsta eldgos sögunnar hér á jörðinni. Þá gaus eldfjallið Toba á Sumötru í Indónesíu. Fjallið gaf undan miklum þrýstingi frá kviku og gasi og úr varð eldgos. Það var svo öflugt að aska þeyttist alla leið til Indlands og Afríku. Metersþykk lög af ösku lögðust yfir plöntur og dýr í stórum hluta Suðaustur-Asíu. Brennisteinssýra þeyttist svo hátt upp í gufuhvolfið að hún skyggði á sólina og hitastig á allri jörðinni lækkað mikið og varði það ástand í tíu ár. Líklegt má teljast að það fólk, sem bjó í Asíu á þessum tíma, hafi orðið illa úti í þessum miklu hamförum því dýr og plöntur drápust í stórum stíl. 1998 setti bandaríski mannfræðingurinn Stanley H. Ambrose fram þá kenningu að utan Afríku hefðu menn næstum dáið út þegar það gaus í Toba. En nýjar uppgötvanir sýna að þessi kenning er ekki rétt.

Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Fram kemur að vísindamenn við Max Planck stofnunina í Þýskalandi hafi fundið verkfæri úr steini, búin til af mönnum, frá bæði tímanum fyrir og eftir eldgosið. Þau fundust í dal á Indlandi. Verkfærin fundust í dal í norðurhluta Indlands sem nefnist „Middle Son Valley“. Þar fundust einnig greinileg merki um að þykkt öskulag hafi lagst yfir svæðið þegar Toba gaus. Verkfærin fundust bæði undir þessu lagi og ofan á því. Það bendir til að menn hafi lifað hamfarirnar af. Þýsku vísindamennirnir telja þó að mennirnir, sem bjuggu þarna, séu ekki nánir ættingjar okkar nútímamannanna og hafi síðar dáið út.

Til að reyna að setja gosið í Toba í samhengi við aðstæður sem við þekkjum hér á landi má nefna að gígurinn, sem myndaðist, er 100 kílómetrar á lengd og 500 metra djúpur. Eldgosið í Laka 1873 var miklu minna en vísindamenn telja að það gefi þó ákveðna vísbendingu um áhrif gossins í Toba á dýr og menn en um þriðjungur húsdýra hér á landi drapst í gosinu.

Ef gosið er borið saman við gosið í Eyjafjallajökli 2010 þá er gott að hafa hinn svokallaða VEI-skala í huga.  Hann er á bilinu 1 til 8. Skalinn er þannig að eldgos sem er 8 er ekki átta sinnum öflugra en gos sem er 1, það er miklu öflugra en það. Gosið í Toba toppar listann, er sem sagt flokkað sem númer 8 á skalanum. Gosið í Eyjafjallajökli 2010, sem stöðvaði nær alla flugumferð í Evrópu, er aðeins númer 4. Öflugasta eldgos síðustu aldar varð 1991 á Filippseyjum, það er flokkað í sjötta flokk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Forsetinn neitar að grípa til aðgerða vegna COVID-19 – Segir að vodka og gufuböð haldi veirunni fjarri

Forsetinn neitar að grípa til aðgerða vegna COVID-19 – Segir að vodka og gufuböð haldi veirunni fjarri
Pressan
Í gær

Taílendingar sárhneykslaðir á konungi sínum – Flúði COVID-19 til Þýskalands með 20 frillum

Taílendingar sárhneykslaðir á konungi sínum – Flúði COVID-19 til Þýskalands með 20 frillum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mýtur um COVID-19 – Hvað er rétt og hvað er rangt?

Mýtur um COVID-19 – Hvað er rétt og hvað er rangt?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ástfangin á níræðisaldri en aðskilin vegna COVID-19 – En ástin finnur alltaf leið

Ástfangin á níræðisaldri en aðskilin vegna COVID-19 – En ástin finnur alltaf leið