fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Þar kom að því – Warren Buffett fékk sér nýjan síma

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. febrúar 2020 19:30

Warren Buffett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Warren Buffett, fjárfestir og einn ríkasti maður heims, er ekki þekktur fyrir að bruðla og það má greinilega sjá á farsímamálum hans.

En nú hefur þessi 89 ára auðjöfur skipt gamla samanbrjótanlega Samsung símanum sínum út fyrir nýja iPhone 11. Það þarf svo sem ekki að koma á óvart að hann hafi valið síma frá Apple því hann er þekktur fyrir ást sína á Apple. Gamla Samsung símann keypti Buffett 2010 svo hann var kominn til ára sinna.

Í viðtali við CNBB skýrði Buffett frá þessu.

„Þú ert að horfa á 89 ára gamlan mann sem er varla byrjaður að fylgja tíðarandanum.“

Apple er það fyrirtæki sem fjárfestingarfélag Buffett, Berkshire Hathaways, á einna mest í en það er þriðja stærsta fjárfesting félagsins. Fyrirtækið á 5,7% hlutabréfa í Apple að verðmæti 72 milljarða dollara. Eignir Buffett eru metnar á 85 milljarða dollara en gætu hafa aukist á undanförnum 12 mánuðum en hlutabréf í Apple hafa hækkað um 70% á þeim tíma.

Buffett sagðist ekki ætla að nota símann til að skoða samfélagsmiðla eða þess háttar. Hann verði bara notaður sem sími.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug