fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Mistök afgreiðslumannsins færðu henni 89 milljónir

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. febrúar 2020 07:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmtug dönsk kona, sem býr á Friðriksbergi í Kaupmannahöfn, fór í sjoppu á miðvikudaginn í síðustu viku og bað afgreiðslumanninn um einn lottómiða. Sá sem afgreiddi hana gekk út frá því að hún vildi fá miða í Vikinglottóinu þar sem draga átti í því um kvöldið. En konan ætlaði að kaupa miða í laugardagslottóinu. Þetta reyndist mjög gott fyrir konuna því hún fékk sem nemur 89 milljónum íslenskra króna í vinning á miðann.

Í fréttatilkynningu frá danska lottóinu segir að konan hafi ekki þorað að líta af vinningsmiðanum eftir að hún uppgötvaði að hún hafði dottið í lukkupottinn. Hún geymdi miðann í litlu Tupperwareboxi og leit varla af því þar til hún mætti á skrifstofu lottósins til að sækja vinninginn.

„Þetta var svolítið stressandi, það verð ég að játa.“

Er haft eftir konunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þóttist vera dáinn til að sleppa við að greiða meðlag

Þóttist vera dáinn til að sleppa við að greiða meðlag
Pressan
Í gær

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni