fbpx
Fimmtudagur 09.apríl 2020
Pressan

Bernie Sanders segist grípa til aðgerða ef Kína ræðst á Taívan í mögulegri forsetatíð hans

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. febrúar 2020 07:59

Bernie Sanders liggur ekki á skoðunum sínum. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bernie Sanders stendur sterkt að vígi í baráttunni um að verða forsetaframbjóðandi demókrataflokksins. Hann kom nýlega fram í fréttaskýringaþættinum „60 Minutes“ þar sem hann ræddi mörg mál.

Hann sagði meðal annars að ef hann verður kjörinn forseti sé hann reiðubúinn til að hitta Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, og aðra andstæðinga Bandaríkjanna. Hann sagði það ekki vera slæmt að sínu mati að hitta fólk sem er andvígt Bandaríkjunum.  Hann sagðist telja að fundir Donald Trump, núverandi forseta, með Kim Jong-un hafi ekki verið nægilega undirbúnir. Hér hafi verið um ljósmyndasýningu að ræða, það hafi vantað alla nauðsynlega vinnu stjórnarerindreka til að fundirnir gætu skilað árangri.

Sanders hefur áður hrósað Trump fyrir að hitta norður-kóreska leiðtogann en hann hefur einnig gagnrýnt utanríkisstefnu Trump harðlega. Hann segir að hernaðaríhlutanir eigi að vera síðasta úrræðið sem gripið er til.

Í þættinum sagði Sanders að hann myndi beita hervaldi, ef hann væri forseti, ef Bandaríkjunum eða bandamönnum þeirra víða um heiminn væri ógnað. Þegar hann var spurður hvernig hann myndi bregðast við ef Kínverjar réðust á Taívan sagði hann að hervaldi yrði beitt í samvinnu við önnur ríki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Singapore fær herstöðvar í Ástralíu – Eru 10 sinnum stærri en Singapore

Singapore fær herstöðvar í Ástralíu – Eru 10 sinnum stærri en Singapore
Pressan
Í gær

Ferðum járnbrautalesta hætt á Indlandi í fyrsta sinn í 167 ár – Lestirnar eru nú notaðar sem sjúkrahús

Ferðum járnbrautalesta hætt á Indlandi í fyrsta sinn í 167 ár – Lestirnar eru nú notaðar sem sjúkrahús
Pressan
Fyrir 2 dögum

Yfirfull líkhús á sænskum sjúkrahúsum – Lík geymd í matargeymslu og á gólfum

Yfirfull líkhús á sænskum sjúkrahúsum – Lík geymd í matargeymslu og á gólfum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sofandaháttur varðandi COVID-19 á dvalarheimilum – „Þetta líkist heimsendi, fjöldamorði“

Sofandaháttur varðandi COVID-19 á dvalarheimilum – „Þetta líkist heimsendi, fjöldamorði“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hræðileg pöntun bandaríska varnarmálaráðuneytisins

Hræðileg pöntun bandaríska varnarmálaráðuneytisins
Pressan
Fyrir 3 dögum

COVID-19 – Kornabarn í öndunarvél í Svíþjóð

COVID-19 – Kornabarn í öndunarvél í Svíþjóð