fbpx
Laugardagur 04.apríl 2020
Pressan

Uppgötvaði skelfilegt leyndarmál – Karlar stóðu skyndilega í röð við heimili hennar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. febrúar 2020 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sharon Thompson, 40 ára, hafði enga hugmynd um að unnusti hennar, Darren Rowe, hafði notað bæði nafn hennar og myndir af henni í samskiptum við ókunnuga karlmenn á netinu í rúmlega ár. Hann hafði auk þess komið földum myndavélum fyrir víða á heimili þeirra og tók upp mikið af efni af Sharon, einnig þegar hún gekk með barn þeirra, þar á meðal nektarmyndir.

Sharon, sem býr í Birmingham á Englandi, grunaði ekkert fyrr en karlmenn í tugatali fóru að birtast við heimili hennar. Lögreglan handtók Darren eftir að hún hafði rakið IP-tölur frá þeim klámsíðum þar sem hann hafði birt myndir af Sharon. Sú rakning leiddi lögregluna að húsi, þar sem Darren hafði starfað sem iðnaðarmaður, þar sem hann hafði notað tölvu til að setja myndir inn á hinar ýmsu klámsíður.

Mirror segir að málið hafi nýlega verið tekið fyrir hjá dómstól og hafi Darren verið sakfelldur fyrir að hafa birt kynferðislegt myndefni og aðrar myndir af Sharon án þess að hafa heimild hennar til þess. Hann slapp ansi vel frá þessu því hann var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi.

Sharon sagðist í samtali við Mirror hafa orðið fyrir vonbrigðum með dóminn.

„Ég hélt að ég væri í hamingjusömu sambandi en ég bjó með öfugugga. Ég hef enn enga hugmynd um af hverju hann gerði þetta. Það eina sem ég veit er að hann er hættulegur kynferðisbrotamaður sem á að vera á bak við lás og slá.“

Hún kynntist Darren í gegnum bróður sinni en þeir höfðu verið saman í skóla. Sharon var á þeim tíma einstæð þriggja barna móðir. Þau byrjuðu fljótlega að búa saman og fljótlega varð Sharon barnshafandi. Þegar hún var gengin átta mánuði knúði ókunnugur maður dyra hjá henni en lét sig hverfa um leið og hann sá að hún var barsnhafandi. Mánuði síðar eignaðist hún barnið. Þremur vikum eftir fæðinguna fóru karlar að streyma heim til hennar.

„Ég var mjög hrædd. Á tíu tímum komu tólf karlar og bönkuðu. Þeir hlupu allir á brott þegar þeir sáu að ég var með barn. Þegar sá þrettándi hringdi bað ég hann um að segja mér hvað væri í gangi. Hann sagðist vera kominn til að stunda kynlíf með mér því ég hefði skýrt honum frá nafni mínu og heimilisfangi á klámsíðu.“

Hún hafði samband við lögregluna sem fór að rannsaka málið og tókst henni að lokum að rekja slóðina til Darren eins og fyrr segir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Forsetinn neitar að grípa til aðgerða vegna COVID-19 – Segir að vodka og gufuböð haldi veirunni fjarri

Forsetinn neitar að grípa til aðgerða vegna COVID-19 – Segir að vodka og gufuböð haldi veirunni fjarri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Taílendingar sárhneykslaðir á konungi sínum – Flúði COVID-19 til Þýskalands með 20 frillum

Taílendingar sárhneykslaðir á konungi sínum – Flúði COVID-19 til Þýskalands með 20 frillum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mýtur um COVID-19 – Hvað er rétt og hvað er rangt?

Mýtur um COVID-19 – Hvað er rétt og hvað er rangt?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ástfangin á níræðisaldri en aðskilin vegna COVID-19 – En ástin finnur alltaf leið

Ástfangin á níræðisaldri en aðskilin vegna COVID-19 – En ástin finnur alltaf leið