fbpx
Föstudagur 10.apríl 2020
Pressan

Morðingi handtekinn eftir 26 ár á flótta

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. febrúar 2020 19:00

Nancy Vargas

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir 26 árum skilaði Nancy Mestre Vargas sér ekki heim úr áramótafögnuði. Hún bjó í Kólumbíu. En nú má segja að réttvísin hafi náð fram að ganga því nýlega var morðingi hennar og nauðgari, Jaime Saade Cormane, handtekinn en hann var eftirlýstur á alþjóðavettvangi.

Cormane, sem nú er 57 ára, var handtekinn af brasilísku lögreglunni í Belo Horizonte í suðausturhluta landsins. Interpol skýrir frá þessu í fréttatilkynningu. Hann hafði verið á flótta undan löngum armi laganna síðan um áramótin 1993-1994 þegar hann myrti Vargas. Hann hafði notast við falskt nafn öll þessi ár og haldið sig í Brasilíu.

Vargas, sem var 18 ára þegar hún var myrt, var flutt á sjúkrahús í Barranquilla í Kólumbíu að morgni nýársdags 1994. Hún var með skotsár á höfði. Ekki tókst að bjarga lífi hennar. Hún hafði farið í áramótagleðskap með Cormane sem hafði fengið leyfi foreldra hennar til að taka hana með í glepskapinn. Hann var töluvert eldri en hún, eða 31 árs, og var fjölskylduvinur segir í umfjöllun El Periodico.

Jaime Saade Cormane

Þegar Vargas skilaði sér ekki heim um morguninn fór faðir hennar að leita að henni. Hann frétti að hún hefði lent í slysi og hefði verið flutt á sjúkrahús. Hann fór þangað og hitti Cormane sem sagði honum að hún hefði skotið sig sjálfa í höfuðið. Lögreglan komst þó fljótlega á þá skoðun að þetta ætti ekki við rök að styðjast.

Nokkrum árum síðar var Cormane dæmdur í 27 ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað Vargas og myrt. Dómurinn var kveðinn upp að honum fjarverandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Undarlegar nafngiftir á tímum COVID-19 – Tvíburar fengu nöfnin Corona og Covid

Undarlegar nafngiftir á tímum COVID-19 – Tvíburar fengu nöfnin Corona og Covid
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hræðileg pöntun bandaríska varnarmálaráðuneytisins

Hræðileg pöntun bandaríska varnarmálaráðuneytisins
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að heilsu Boris Johnson hafi hrakað

Telja að heilsu Boris Johnson hafi hrakað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rúmlega 1.100 dauðsföll af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum í gær – Staðan í nokkrum öðrum löndum

Rúmlega 1.100 dauðsföll af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum í gær – Staðan í nokkrum öðrum löndum