fbpx
Sunnudagur 05.apríl 2020
Pressan

Lokaði kærastann í ferðatösku með skelfilegum afleiðingum

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 26. febrúar 2020 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluyfirvöld í Flórída hafa handtekin 42 ára konu vegna gruns um að hafa orðið kærasta sínum að bana. Konan, Sarah Boone, lokaði kærasta sinn, Jorge Torres, inni í ferðatösku og skildi hann þar eftir.

Í frétt New York Post er vísað í framburð konunnar sem tjáði lögreglu að hún og Jorge hefðu verið í feluleik á mánudagskvöldið. Þeim hafi báðum þótt fyndið þegar Jorge fór ofan í töskuna og hún lokaði. Einhverra hluta vegna hafi hún gleymt að hann væri ofan í töskunni, sofnað og þegar hún vaknaði hafi hann verið látinn.

Lögregla segir að framburður Söruh sé ótrúverðugur, ekki síst í ljósi þess að á síma hennar fundust myndbönd sem segja aðra sögu. Á þeim sést hún gera lítið úr Jorge meðan hann situr fastur í töskunni.
„Þetta er það sem gerist þegar þú reynir að kyrkja mig,“ segir hún í einu myndbandinu og í öðru myndbandinu segir hún: „Svona líður mér þegar þú heldur fram hjá mér.“

Sarah hefur nú verið handtekin vegna gruns um að hafa orðið kærasta sínum að bana og á hún yfir höfði sér ákæru fyrir morð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg hugmyndaauðgi fólks hvað varðar varnarbúnað gegn COVID-19

Ótrúleg hugmyndaauðgi fólks hvað varðar varnarbúnað gegn COVID-19
Pressan
Fyrir 2 dögum

Strangtrúaðir gyðingar harðneita að fara eftir fyrirmælum varðandi COVID-19

Strangtrúaðir gyðingar harðneita að fara eftir fyrirmælum varðandi COVID-19
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hóstaði á lögreglumenn og grýtti snýtibréfi í þá við handtöku – Úrskurðaður í gæsluvarðhald

Hóstaði á lögreglumenn og grýtti snýtibréfi í þá við handtöku – Úrskurðaður í gæsluvarðhald
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mýtur um COVID-19 – Hvað er rétt og hvað er rangt?

Mýtur um COVID-19 – Hvað er rétt og hvað er rangt?