fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Fjórðungur tísta um loftslagsbreytingarnar kemur frá bottum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. febrúar 2020 21:30

Áhrifa loftslagsbreytinganan gætir víða.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loftslagsmálin eru fyrirferðarmikil í hinni daglegu umræðu og miklar og heitar umræður fara oft fram um þau á samfélagsmiðlum. Nú hefur ný rannsókn leitt í ljós að um fjórðungur allra tísta um loftslagsmál á Twitter koma ekki frá fólki af holdi og blóði heldur yrkjum (bottum).

Yrkjar eru tölvuforrit sem geta eiginlega dulbúið sig sem fólk með það að markmiðið að skrifa tíst eða senda skilaboð á samfélagsmiðlum. The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að samkvæmt greiningu vísindamanna hjá Brown University á milljónum tísta frá þeim tíma sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti að Bandaríkin myndu draga sig út úr Parísarsáttmálanum um loftslagsmálin hafi tilhneiging yrkja verið að hrósa aðgerðum forsetans og þannig dreifa fölskum upplýsingum um vísindalegar staðreyndir tengdar loftslagsmálunum.

6,5 milljónir tísta voru greind til að skoða hversu mikið af þeirri umræðu, sem átti sér stað í kringum loftslagsmálin, var í raun og veru frá Twitternotendum komin. Í ljós kom að fjórðungur tístanna kom frá yrkjum.

5 prósent af tístunum, sem komu frá yrkjum, snerust um að hvetja til meiri aðgerða í loftslagsmálum en afgangurinn snerist um að reyna að afneita vísindalegum staðreyndum og rannsóknum á þessu sviði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sumar stjörnur gætu verið „sýktar“ af svartholum sem eyðileggja þær innan frá

Sumar stjörnur gætu verið „sýktar“ af svartholum sem eyðileggja þær innan frá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tunglið fær sitt eigið tímabelti

Tunglið fær sitt eigið tímabelti