fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

Fékk lán hjá frænku sinni og kom viðskiptaveldi á laggirnar – Sest nú í helgan stein

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. febrúar 2020 17:30

Victoria's Secret er meðal þeirra verslana sem eru í vanda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1963 stofnaði Les Wexner fyrirtækið L Brand. Hlutaféð var 5.000 dollarar sem hann hafði fengið lánaða hjá frænku sinni. Fyrirtækið er í dag þekktast fyrir undirfatamerkið Victoria‘s Secret en verðmæti þess er í dag talið vera um 1,1 milljarður dollara.

Wexner er nú 82 ára og ætlar að setjast í helgan stein. Eftir 57 ár sem forstjóri og stjórnarformaður L. Brands segir hann skilið við daglega stjórn fyrirtækisins og selur um leið fjárfestingafyrirtækinu Sycamore Partners 55 prósent af hlutabréfaeign sinni í fyrirtækinu. Hann mun þó ekki hætta öllum afskiptum af fyrirtækinu því hann mun sitja í stjórn þess.

Ef ferill Wexner hefur ekki verið óumdeildur og á síðari árum hefur hann sætt harðri gagnrýni. Victoria‘s Secret breyttist úr stóru fyrirtæki í heimsþekkt vörumerki vegna hinnar árlegu sýningar fyrirtækisins á vörum sínum. Sýningin var í fyrsta sinn send út í beinni sjónvarpsútsendingu 1995. Úr varð vinsælt sjónvarpsefni sem gaf fyrirsætunum tækifæri til að verða að stjörnum.

En á undanförnum árum hefur fyrirtækið og þar með Wexner mætt töluverðum mótvindi. Hin fræga sýning var sögð vera alltof einsleit, fyrirsæturnar væru nær allar eins, hún var einnig sögð gera lítið úr konum. Áhorfstölur drógust mikið saman og voru orðnar svo lágar að ákveðið var að aflýsa sýningunni á síðasta ári.

Fyrirtækið hefur reynt að bregðast við þessu með því að fá fyrirsætur í ýmsum stærðum til að koma fram en gamlir frægðartímar, þar sem poppstjörnur á borð við Rihanna og Taylor Swift, komu fram á sýningunni virðast nú vera víðsfjarri.

Það hefur ekki bætt ástandið að New York Times fjallaði um menninguna innan fyrirtækisins í grein sem ber heitið „Angels in Hell“ en þar er vísað til þess að fyrirsæturnar eru oft kallaðar „Angels“. Í greininni segir að starfsumhverfið sé litað af hótunum og að þar viðgangist einelti og áreiti. Wexner hefur sjálfur sætt gagnrýni, ekki síst vegna áralangrar vináttu hans við barnaníðinginn Jeffrey Epstein.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamanni er brugðið vegna niðurstöðu nýrrar rannsóknar

Vísindamanni er brugðið vegna niðurstöðu nýrrar rannsóknar
Pressan
Fyrir 2 dögum

4.300 ára grafhýsi gegndi ákveðnu hlutverki

4.300 ára grafhýsi gegndi ákveðnu hlutverki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fimm í lífshættu eftir sprengingu í Danmörku – Talið að þurrsjampó hafi komið við sögu

Fimm í lífshættu eftir sprengingu í Danmörku – Talið að þurrsjampó hafi komið við sögu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Prestur brann til bana þegar kviknaði í kufli hans í messu

Prestur brann til bana þegar kviknaði í kufli hans í messu