fbpx
Sunnudagur 05.apríl 2020
Pressan

Efast um áhrif munngæluþjálfunaraðferðar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. febrúar 2020 07:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardaginn mættust hnefaleikararnir Tyson Fury og Deontay Wilder í hnefaleikahringnum. Þeir eru engir aukvisar en báðir höfðu unnið allar viðureignir sínar á ferlinum nema hvað báðir höfðu gert eitt jafntefli en það gerðist einmitt þegar þeir mættust í hringnum í desember 2018. Í aðdraganda bardagans fór mikið fyrir þeim köppum í fjölmiðlum og þar skýrði Fury, sem er 31 árs, frá áhugaverðum æfingum sínum fyrir stóra bardagann.

Hann sagðist meðal annars hafa æft kjálkana með því að vera iðinn við að veita eiginkonu sinni, Paris Fury, oftar munngælur. Hann sagðist einnig hafa reynt að halda testósterónmagninu niðri með því að fróa sér sjö sinnum á dag.

Amina Nazaralieve, kynlífssérfræðingur og sálfræðingur, sagði í samtali við RT Sport að hún hafi ekki mikla trú á þessum þjálfunaraðferðum hans.

„Hvað varðar munngælur þá eru vöðvarnir í kjálkunum almennt þeir sterkustu í mannslíkamanum. Ég efast um að þeir verði sterkari af því að stunda munnmök. Ég verð þó að láta aðdáun mína á Fury í ljós fyrir dugnað hans við að stunda svo mikil munnmök og eflaust er konan hans mjög ánægð með þennan íþróttavinkil í lífi þeirra.“

Hún sagðist auk þess ekki telja að sjálfsfróunin hjálpi Fury mikið, að minnsta kosti ekki líkamlega.

„Rannsóknir benda til að testósterónmagnið aukist við sjálfsfróun og það er ekki staðreynd að það hafi áhrif á frammistöðu íþróttamanna. Ég efast um að það breyti nokkru nema hvað varðar hans eigin trú á það. Þegar fólk trúir að eitthvað hjálpi þá gerir það það. Þetta er svolítið eins og hjátrú.“

Sagði sérfræðingurinn.

En eitthvað virðist Fury vera að gera rétt í æfingaferlinu því hann sigraði Wilder auðveldlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg hugmyndaauðgi fólks hvað varðar varnarbúnað gegn COVID-19

Ótrúleg hugmyndaauðgi fólks hvað varðar varnarbúnað gegn COVID-19
Pressan
Fyrir 2 dögum

Strangtrúaðir gyðingar harðneita að fara eftir fyrirmælum varðandi COVID-19

Strangtrúaðir gyðingar harðneita að fara eftir fyrirmælum varðandi COVID-19
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hóstaði á lögreglumenn og grýtti snýtibréfi í þá við handtöku – Úrskurðaður í gæsluvarðhald

Hóstaði á lögreglumenn og grýtti snýtibréfi í þá við handtöku – Úrskurðaður í gæsluvarðhald
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mýtur um COVID-19 – Hvað er rétt og hvað er rangt?

Mýtur um COVID-19 – Hvað er rétt og hvað er rangt?