fbpx
Sunnudagur 05.apríl 2020
Pressan

Dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á dönskum útvarpsmanni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. febrúar 2020 07:01

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudaginn voru Alexander Findanis, 25 ára, og Martin Svanberg, 26 ára, dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa skotið og drepið Nedim Yasar, 31 árs, útvarpsmann og fyrrum leiðtoga glæpagengis. Dómurinn var kveðinn upp í undirrétti á Friðriksbergi.

Auk þess að vera sakfelldir fyrir morð voru mennirnir sakfelldir fyrir vörslu og notkun skotvopns. Niðurstaða dómaranna var einróma.

Samkvæmt því sem segir í dómsorði þá skaut Alexander tveimur skotum í höfuð Nedim af stuttu færi. Martin var bílstjóri og beið eftir Alexander í bláum VW Passat nærri morðstaðnum. Dómarinn sagði að ekkert hefði komið fram sem réttlætti vægari dóm yfir Martin.

Alexander og Martin áfrýjuðu dómnum strax en þeir hafa alla tíð neitað sök.

Nedim Yasar var þekktur fyrir þátttöku sína í opinberri umræðu en þar hvatti hann fólk iðulega til að halda sig frá því að ganga í glæpagengi. Sjálfur hafði hann hætt í glæpagenginu Los Guerreros. Hann var skotinn til bana þann 19. nóvember 2018 eftir útgáfuhóf þar sem útgáfu bókar hans „Rødder“ var fagnað en hún fjallar um uppvöxt hans og líf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg hugmyndaauðgi fólks hvað varðar varnarbúnað gegn COVID-19

Ótrúleg hugmyndaauðgi fólks hvað varðar varnarbúnað gegn COVID-19
Pressan
Fyrir 2 dögum

Strangtrúaðir gyðingar harðneita að fara eftir fyrirmælum varðandi COVID-19

Strangtrúaðir gyðingar harðneita að fara eftir fyrirmælum varðandi COVID-19
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hóstaði á lögreglumenn og grýtti snýtibréfi í þá við handtöku – Úrskurðaður í gæsluvarðhald

Hóstaði á lögreglumenn og grýtti snýtibréfi í þá við handtöku – Úrskurðaður í gæsluvarðhald
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mýtur um COVID-19 – Hvað er rétt og hvað er rangt?

Mýtur um COVID-19 – Hvað er rétt og hvað er rangt?