fbpx
Sunnudagur 05.apríl 2020
Pressan

„Ég hélt að ég gæti bjargað honum“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. febrúar 2020 06:50

Michael Jackson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2003 var tekið viðtal við Lisa Marie Presley sem var eitt sinn gift poppgoðinu Michael Jackson. Viðtal var hins vegar ekki birt fyrr en í síðustu viku. Í því sagði hún meðal annars að hún hafi gifst Jackson til að bjarga honum frá sér sjálfum.

Mirror skýrir frá þessu. Hún sagði að persónuleiki Jackson hafi verið allt annar í fjölmiðlum en í einkalífinu.

„Þetta gerði hann dularfullan og ég held að honum hafi fundist þetta svalt. En þetta hafði ekkert gott í för með sér. Það hefur það aldrei.“

Sagði hún.

Hún giftist Jackson 1994 en á þeim tíma höfðu komið fram ásakanir frá Jordan Chandler um að Jackson hefði beitt hann kynferðislegu ofbeldi. Lisa Marie segir í viðtalinu að hún hafi á þeim tíma talið að það væri hlutverk hennar að hjálpa Jackson að komast í gegnum þetta tímabil og sverja þessar ásakanir af sér.

Þau skildu 1996 en það tengdist ásökununum um barnaníð ekki neitt að sögn Lisa Marie.

„Ég hefði verið sú fyrsta til að segja: „Skrímslið þitt! Ég á börn.“ En ég sá aldrei neitt sem benti til að hann hefði misnotað börn.“

Sagði hún í viðtalinu.

Jackson, sem lést 2009, var aldrei dæmdur fyrir barnaníð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg hugmyndaauðgi fólks hvað varðar varnarbúnað gegn COVID-19

Ótrúleg hugmyndaauðgi fólks hvað varðar varnarbúnað gegn COVID-19
Pressan
Fyrir 2 dögum

Strangtrúaðir gyðingar harðneita að fara eftir fyrirmælum varðandi COVID-19

Strangtrúaðir gyðingar harðneita að fara eftir fyrirmælum varðandi COVID-19
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hóstaði á lögreglumenn og grýtti snýtibréfi í þá við handtöku – Úrskurðaður í gæsluvarðhald

Hóstaði á lögreglumenn og grýtti snýtibréfi í þá við handtöku – Úrskurðaður í gæsluvarðhald
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mýtur um COVID-19 – Hvað er rétt og hvað er rangt?

Mýtur um COVID-19 – Hvað er rétt og hvað er rangt?