fbpx
Sunnudagur 05.apríl 2020
Pressan

Ætlaði að sanna að jörðin sé flöt – Það kostaði hann lífið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. febrúar 2020 07:01

Frá eldra eldflaugaskoti Mike Hughes. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórhættulegt glæfrabragð varð hinum 64 ára gamla ofurhuga Mike Hughes að bana, í eyðimörk í Kaliforníu, síðastliðinn laugardag. Hann hafði árum saman framkvæmt ýmis glæfrabrögð. Á laugardag hafði hann undirbúið glæfrabragð, þar sem hann ætlaði að skjóta sjálfum sér á loft með eldflaug. Þetta átti eftir að vera síðasta glæfrabragð ofurhugans.

Eldflaugin hrapaði fljótlega eftir að henni var skotið á loft og Mike Hughes lést, 64 ára að aldri. BBC skýrir frá þessu.

Mike Hughes vildi sannfæra heiminn um að jörðin væri flöt og var eldflaugin hluti af því verkefni. Hann ætlaði að sanna það að jörðin væri flöt með því að fljúga út í geim, en eldflaugin átti að ná yfir 1500 metra hæð.

Á myndböndum af hrapinu sést þegar fallhlíf eldflaugarinnar dettur af í flugtaki og  þegar eldflaugin byrjar að missa hæð nokkrum sekúndum eftir flugtak. Blaðamaðurinn Justin Chapman varð vitni að hrapinu, sem átti sér stað í grennd við Barstow í Kaliforníu. Hann segir að allir hafi verið í áfalli og enginn hafi vitað hvað átti að gera. Hann segir einnig að eldflaugin hafi hrapað í um það bil 800 metra fjarlægð frá staðnum þaðan sem henni var skotið á loft.

Eftir hrapið sagði talsmaður Mike Hughes að Mike hafi vitað að hann myndi ekki lifa til áttræðs. Hann hafi haft eitthvað í sér sem fékk hann alltaf til að ganga lengra og lengra. „Mad Mike“, eins og hann var kallaður, varð þekktur þegar hann stökk yfir 31 metra í limmósínu. Það stökk er enn skráð í heimsmetabók Guinnes sem lengsta limósínustökk sögunnar.

Árið 2018 tókst Mike Hughes að fljúga í 500 metra hæð í svipaðri eldflaug og þeirri sem hann notaði á laugardag.

Hér má sjá myndband af flugtakinu.

Mike Hughes hafði sjálfur, með aðstoð nokkurra aðstoðarmanna, smíðað eldflaugina í bakgarðinum við hús sitt. Hún kostaði sem svarar til um 2,3 milljóna íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg hugmyndaauðgi fólks hvað varðar varnarbúnað gegn COVID-19

Ótrúleg hugmyndaauðgi fólks hvað varðar varnarbúnað gegn COVID-19
Pressan
Fyrir 2 dögum

Strangtrúaðir gyðingar harðneita að fara eftir fyrirmælum varðandi COVID-19

Strangtrúaðir gyðingar harðneita að fara eftir fyrirmælum varðandi COVID-19
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hóstaði á lögreglumenn og grýtti snýtibréfi í þá við handtöku – Úrskurðaður í gæsluvarðhald

Hóstaði á lögreglumenn og grýtti snýtibréfi í þá við handtöku – Úrskurðaður í gæsluvarðhald
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mýtur um COVID-19 – Hvað er rétt og hvað er rangt?

Mýtur um COVID-19 – Hvað er rétt og hvað er rangt?