fbpx
Sunnudagur 05.apríl 2020
Pressan

Tómar matvöruverslanir á Ítalíu – 50 þúsund manns í sóttkví

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 24. febrúar 2020 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir hafa þegar látist af völdum kórónaveirunnar á Ítalíu en í heildina hafa rúmlega tvö hundruð manns greinst með veiruna. Um 50 þúsund manns í ellefu bæjum á Ítalíu eru nú í sóttkví til að hefta frekari útbreiðslu veirunnar.

Ítalía er það land, á eftir Kína, Japan og Suður-Kóreu, þar sem útbreiðsla veirunnar er hvað mest. Ítölsk yfirvöld staðfestu í morgun að 84 ára karlmaður hefði látist í Lombardy á norðurhluta Ítalíu. Skólar á sumum svæðum í héröðunum Lombardy og Veneto eru lokaðir og þá eru fjöldasamkomur bannaðar.

Í frétt Mail Online kemur fram að yfirvöld víða um Evrópu hafi áhyggjur af því að ferðamenn, sem dvalið hafa á Ítalíu, muni dreifa veirunni þegar þeir snúa heim. Í Bretlandi hefur til dæmis verið vetrarfrí í skólum og hafa ófáir farið út fyrir landsteinanna í fríinu. Í morgun var flugi British Airways frá Mílanó frestað vegna gruns um að einn farþeginn væri með veiruna.

Mílanó er stærsta borg Lombardy-héraðs en þar hafa barir og veitingastaðir meðal annars verið lokaðir. Þá hefur einu þekktasta kennileiti borgarinnar, Duomo di Milano-kapellunni, verið lokað fyrir ferðamönnum og standa vopnaðir verðir á torginu fyrir framan kapelluna.

Ítalir hafa margir áhyggjur af næstu dögum og vikum og til marks um það eru hillur margra matvöruverslana næstum tómar eftir helgina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg hugmyndaauðgi fólks hvað varðar varnarbúnað gegn COVID-19

Ótrúleg hugmyndaauðgi fólks hvað varðar varnarbúnað gegn COVID-19
Pressan
Fyrir 2 dögum

Strangtrúaðir gyðingar harðneita að fara eftir fyrirmælum varðandi COVID-19

Strangtrúaðir gyðingar harðneita að fara eftir fyrirmælum varðandi COVID-19
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hóstaði á lögreglumenn og grýtti snýtibréfi í þá við handtöku – Úrskurðaður í gæsluvarðhald

Hóstaði á lögreglumenn og grýtti snýtibréfi í þá við handtöku – Úrskurðaður í gæsluvarðhald
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mýtur um COVID-19 – Hvað er rétt og hvað er rangt?

Mýtur um COVID-19 – Hvað er rétt og hvað er rangt?