fbpx
Þriðjudagur 07.apríl 2020
Pressan

Hvað er á seyði? – Dularfull hljóð berast úr veggjum hússins – Myndband

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. febrúar 2020 06:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað myndi þér finnast um að búa í húsi þar sem veggirnir tala við þig á nóttunni? Þetta gæti eiginlega verið lýsing á lélegri hryllingsmynd en fyrir fjölskyldu, sem býr í Illinois í Bandaríkjunum, er þetta ekki bara lýsing á lélegri hryllingsmynd heldur lýsing á raunveruleikanum.

Síðustu sex ár hefur fjölskyldan heyrt raddir og tónlist berast úr veggjum heimilisins. ABC 7 Chicago skýrir frá þessu.

„Við heyrum þetta greinilega og þetta heldur fyrir okkur vöku á nóttunni.“

Sagði fjölskyldufaðirinn Richard Smith í samtali við miðilinn.

Hljóðin berast úr vegg í einu svefnherbergi hússins. Ekki er vitað hvað veldur þessu þrátt fyrir að fjölskyldan hafi margoft reynt að komast að því. Smith hefur meðal annars opnað vegginn til að kanna hvort eitthvað væri inni í honum sem gæti varpað ljósi á málið en svo var ekki.

Vandamálið er svo mikið að fjölskyldan hefur fengið lögregluna á vettvang og staðfestu lögreglumenn að raddir heyrðust úr veggnum. Þessu er líkt við að prestur sé að predika og stundum heyrist kristileg tónlist frá veggnum.

Smith grunar að raddirnar og tónlistin berist frá nálægum útvarpssendi og er kenning hans að þetta eigi rætur að rekja til kristilegu útvarpsstöðvarinnar AM 1160 en það hefur ekki fengist staðfest. Stöðin sendi verkfræðing heim til fjölskyldunnar til að rannsaka málið en hann fann ekkert sem gat skýrt af hverju raddir berast úr veggnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Undarlegar nafngiftir á tímum COVID-19 – Tvíburar fengu nöfnin Corona og Covid

Undarlegar nafngiftir á tímum COVID-19 – Tvíburar fengu nöfnin Corona og Covid
Pressan
Í gær

Hræðileg pöntun bandaríska varnarmálaráðuneytisins

Hræðileg pöntun bandaríska varnarmálaráðuneytisins
Pressan
Í gær

Telja að heilsu Boris Johnson hafi hrakað

Telja að heilsu Boris Johnson hafi hrakað
Pressan
Í gær

Rúmlega 1.100 dauðsföll af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum í gær – Staðan í nokkrum öðrum löndum

Rúmlega 1.100 dauðsföll af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum í gær – Staðan í nokkrum öðrum löndum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrsta hitabylgja sögunnar á Suðurskautinu

Fyrsta hitabylgja sögunnar á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fox News lögsóttir fyrir að villa um fyrir almenning um hættu kórónuveirunnnar

Fox News lögsóttir fyrir að villa um fyrir almenning um hættu kórónuveirunnnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Margrét Þórhildur Danadrottning setur ósk fram til þjóðarinnar í tengslum við afmæli sitt

Margrét Þórhildur Danadrottning setur ósk fram til þjóðarinnar í tengslum við afmæli sitt
Fyrir 4 dögum

Veiddi lax í Hraunsfirði í gær

Veiddi lax í Hraunsfirði í gær