fbpx
Sunnudagur 05.apríl 2020
Pressan

Arfurinn fór nær allur til góðgerðarmála

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 24. febrúar 2020 13:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Kirk Douglas, sem lést nýlega 103 ára að aldri, lét nær allar sínar eigur renna til góðgerðarmála.

Douglas var að öðrum ólöstuðum ein skærasta Hollywood-stjarna 20. aldarinnar en hann er sem kunnugt er faðir Michael Douglas sem fetaði sömu braut og faðir sinn í Hollywood.

Eignir Kirk voru metnar á 80 milljónir Bandaríkjadala, rúma 10 milljarða króna, og greinir Page Six frá því að nær allt hafi runnið í góðgerðarsamtökin Douglas Foundation. Douglas Foundation hefur til dæmis veitt barnaspítölum í Los Angeles veglegar gjafir á undanförnum árum og þá hafa samtökin staðið við bakið á háskólum og barnaskólum.

Í frétt Page Six kemur fram að sonurinn Michael fái nánast ekkert. Michael ætti þó ekki að lepja dauðann úr skel enda eru eignir hans metnar á 300 milljónir dollara, rúma 38 milljarða króna. Þá liggur ekki fyrir hvort og þá hvað aðrir synir Kirk, þeir Joel og Peter, fá í sinn hlut.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg hugmyndaauðgi fólks hvað varðar varnarbúnað gegn COVID-19

Ótrúleg hugmyndaauðgi fólks hvað varðar varnarbúnað gegn COVID-19
Pressan
Fyrir 2 dögum

Strangtrúaðir gyðingar harðneita að fara eftir fyrirmælum varðandi COVID-19

Strangtrúaðir gyðingar harðneita að fara eftir fyrirmælum varðandi COVID-19
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hóstaði á lögreglumenn og grýtti snýtibréfi í þá við handtöku – Úrskurðaður í gæsluvarðhald

Hóstaði á lögreglumenn og grýtti snýtibréfi í þá við handtöku – Úrskurðaður í gæsluvarðhald
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mýtur um COVID-19 – Hvað er rétt og hvað er rangt?

Mýtur um COVID-19 – Hvað er rétt og hvað er rangt?