fbpx
Sunnudagur 31.maí 2020
Pressan

Öruggur sigur Bernie Sanders í Nevada

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 23. febrúar 2020 06:28

Bernie Sanders liggur ekki á skoðunum sínum. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bernie Sanders vann öruggan sigur í forvali demókrata í Nevada sem fór fram í gær. Þegar þetta er skrifað er búið að telja 43% atkvæða og hefur Sanders hlotið 46% þeirra. Næstur kemur Joe Biden, fyrrum varaforseti, með 20% fylgi. Sanders, sem er 78 ára, fékk einnig flest atkvæði allra frambjóðendanna hjá ungum kjósendum eða tvöfalt fleiri en sá sem kemur næstur. Hann fékk einnig flest atkvæði hvítra kjósenda sem teljast vera til vinstri í flokknum og frá kjósendum sem ekki eru hvítir. Þetta veikir rök Joe Biden um að hann sé eini frambjóðandinn sem getur fylkt Bandaríkjamönnum, óháð stétt og stöðu, að baki sér til að sigra Donald Trump í forsetakosningunumí nóvember.

Niðurstaðan sýnir að Sanders, sem náði einnig góðum árangri í Iowa og New Hampshire, höfðar til breiðs hóps kjósenda með boðskap sínum um félagslegt og efnahagslegt réttlæti. Hann virðist því geta byggt upp breiða samstöðu kjósenda allt frá landbúnaðarríkjunum í miðvesturríkjunum til fjölmenningarsamfélaga eins og í Nevada.

Sanders var kominn til Texas þegar tölur fóru að berast og þar ávarpaði hann stuðningsmenn sína.

„Í Nevada mynduðum við bandalag þvert á kynslóðir og kynþætti. Þetta hratt af stað bylgju, ekki bara í Nevada, heldur í öllu landinu.“

Í Nevada greiddu 44% hvítra kjósenda Sanders atkvæði en aðeins 22% Biden. 66% 17 til 29 ára kjósenda studdu Sanders en 10% Pete Buttigieg og 9% studdu Biden.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sá allt – Jordan hafði í hótunum við hann

Sá allt – Jordan hafði í hótunum við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn frægasti krókódíll heims er dauður

Einn frægasti krókódíll heims er dauður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kórónuveirufaraldurinn á undanhaldi í Bandaríkjunum – Birtist nú á undarlegustu stöðum

Kórónuveirufaraldurinn á undanhaldi í Bandaríkjunum – Birtist nú á undarlegustu stöðum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúleg samsæriskenning – Segir CIA hafa samið ofursmell

Ótrúleg samsæriskenning – Segir CIA hafa samið ofursmell
Fyrir 4 dögum

Gaman að veiða á Vatnasvæði Lýsu

Gaman að veiða á Vatnasvæði Lýsu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lufthansa fær 9 milljarða evra frá þýska ríkinu

Lufthansa fær 9 milljarða evra frá þýska ríkinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hálf milljón breskra barna sveltur

Hálf milljón breskra barna sveltur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vara við árásargjörnum og svöngum rottum

Vara við árásargjörnum og svöngum rottum