fbpx
Miðvikudagur 01.apríl 2020
Pressan

Lést af völdum megrunarpilla – Innihéldu efni sem var notað í sprengjur í síðari heimsstyrjöldinni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. febrúar 2020 05:59

Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bernard Rebelo, 32 ára, svarar þessa dagana til saka fyrir dómi í Bretlandi. Hann er ákærður fyrir að hafa orðið Elosie Parry, 21 árs, að bana með því að hafa selt Parry „megrunartöflur“ sem urðu henni að bana. Þær innihéldu meðal annars eiturefni, DNP, sem var notað í sprengjur í síðari heimsstyrjöldinni.

Sky skýrir frá þessu. Fram kemur að Parry hafi glímt við margskonar vandamál, hún þjáðist meðal annars af búlimíu. Hún keypti Dinitrophenol töflur í þeirri von að þær myndu hjálpa henni að grennast. Í þeim var DNP sem hafði þau áhrif að innri líffæri hennar hættu að starfa, hún féll í dá og fékk síðan hjartastopp og lést.

Fyrir dómi kom fram að dauðdagi hennar hefði verið „hræðilegur“. Rebelo neitar sök.

Hann er ákærður fyrir að hafa keypt gult efni frá efnaverksmiðju í Kína. Hann seldi fólki það síðan í töfluformi sem megrunarlyf. Kaupendur voru um allan heim, þar á meðal Parry.

DNP er sagt vera „hreint eitur“  og „fíkniefni djöfulsins“ en það var notað við sprengjugerð í síðari heimsstyrjöldinni. Á spjallvefjum á netinu er efninu líkt við rússneska rúllettu. Þetta tók saksóknarinn í málinu undir fyrir dómi:

„Ef þú tekur það lifir þú það kannski af, kannski deyrðu.“

Parry byrjaði að taka efnið í febrúar 2015 og lést tveimur mánuðum síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 5 dögum

„Heimsendadagur“ á sjúkrahúsi í New York – Þrír COVID-19 sjúklingar létust í höndum lækna

„Heimsendadagur“ á sjúkrahúsi í New York – Þrír COVID-19 sjúklingar létust í höndum lækna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ástin á tímum COVID-19 – Ekkert fær þau stöðvað 85 og 89 ára að aldri – Ekki einu sinni lokuð landamæri

Ástin á tímum COVID-19 – Ekkert fær þau stöðvað 85 og 89 ára að aldri – Ekki einu sinni lokuð landamæri
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump stefnir á að opna Bandaríkin á nýjan leik – „Hann er greinilega ekki í tengslum við raunveruleikann“

Trump stefnir á að opna Bandaríkin á nýjan leik – „Hann er greinilega ekki í tengslum við raunveruleikann“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Læknir á bráðamóttöku í New York ómyrkur í máli um COVID-19 – „Veiran hlífir engum“

Læknir á bráðamóttöku í New York ómyrkur í máli um COVID-19 – „Veiran hlífir engum“