fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Þekktur rappari skotinn til bana: Kom Facebook-færslan upp um hann?

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 20. febrúar 2020 09:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski rapparinn Bashar Jackson, betur þekktur undir listamannsnafninu Pop Smoke, var skotinn til bana í Hollywood Hills í Kaliforníu í gærmorgun.

Þessum tvítuga tónlistarmanni var spáð bjartri framtíð í rappheiminum, en á ferli sínum hafði hann til dæmis unnið með Travis Scott og Nicki Minaj.

Svo virðist vera sem um innbrot og rán hafi verið að ræða en Jackson var staddur í leiguhúsnæði í Hollywood Hills þegar hópur manna ruddist inn aðfaranótt miðvikudags. Fjórir einstaklingar sáust flýja af vettvangi en lögreglu hefur ekki tekist að hafa hendur í hári þeirra.

Lögregla rannsakar nú tildrög ránsins en ekki þykir útilokað að myndband sem Jackson birti á Facebook hafi varpað ljósi á hvar hann var niður kominn. Í myndbandinu sést Jackson meðal annars opna gjafapoka með dýrum vörum. Og í öðru myndbandi sem birtist skömmu áður sést hann ásamt félaga sínum með seðlabúnt.

Athygli hefur verið vakin á því að heimilisfangið á dvalarstað rapparans sást greinilega í einu af myndböndunum. Hér er aðeins um kenningu að ræða en sem fyrr segir hefur lögregla ekki handtekið neinn vegna málsins. Þá er rannsókn málsins svo til á frumstigi enn sem komið er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar