fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Loftslagsbreytingarnar hafa áhrif á flug – Hugsanlega þarf að fækka farþegum í hverri vél

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. febrúar 2020 20:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugsanlega þurfa flugfélög að fækka farþegum í hverri vél, fljúga til færri fjarlægra áfangastaða eða einskorða starfsemi sína við flugvelli með langar flugbrautir. Ástæðan er hnattræn hlýnun.

Í umfjöllun Sky um málið kemur fram að ný rannsókn hafi leitt í ljós að það verði sífellt erfiðara fyrir flugvélar að taka á loft vegna hlýrra lofts og breytilegra vinda. Í skýrslunni kemur fram að hugsanlega verði að takmarka fjölda farþega í flugvélum sem er flogið til og frá flugvöllum með stuttar flugbrautir. Annar möguleiki er að vélarnar taki minna eldsneyti fyrir hverja ferð og að flogið verði til færri áfangastaða en nú er gert.

Haft er eftir Paul Williams, loftslagssérfræðingi og einum skýrsluhöfunda, að heitt loft og hægir vindar geri að verkum að erfiðara sé fyrir flugvélar að taka á loft. Svo sé að sjá sem loftslagsbreytingarnar séu að valda bæði hlýrra lofti og hægari vindum.

Hann sagði að það væri einnig mögulegt að minnka það magn eldsneytis sem er tekið á vélarnar hverju sinni en það setji þeim ákveðin takmörk varðandi drægi. Enn annar möguleiki sé að lengja flugbrautir þannig að vélarnar geti farið enn hraðar þegar þær taka á loft.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í tímaritinu Climatic Change. Hún var unnin út frá gögnum um veðurfar síðustu 60 ár og gögnum frá 10 grískum flugvöllum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?