fbpx
Miðvikudagur 01.apríl 2020
Pressan

Umfangsmesta leit sögunnar að fljúgandi furðuhlutum og vitsmunaverum í geimnum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. febrúar 2020 07:01

Útvarpssjónaukar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrsta sinn í sögunni ætla stjörnufræðingar að fínkemba himininn í leit að vitsmunalífi á öðrum plánetum. 28 risastórir útvarpssjónaukar verða notaðir við þessa leit að fljúgandi furðuhlutum og geimverum.

Um er að ræða samvinnuverkefni einkafyrirtækis og stjörnufræðinga í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum að því er segir í frétt The Guardian.

Einkafyrirtækið er hin þekkta Seti Institute (SETI) sem mun vinna með the Very Large Array Observatory (VLA) í Nýju Mexíkó en það er ein öflugasta stjörnuskoðunarstöð heims. Það er talinn mikill ávinningur, fyrir þá sem leita að lífi utan jarðarinnar, að fá aðgang að öllum þeim gögnum sem VLA aflar. Ofurtölva verður notuð til að fara yfir gögnin og verður leitað að hljóðum eða öðrum ummerkjum um líf.

Tony Beasly, forstjóri The National Radio Astronomy Observatory sem rekur VLA, telur að VLA-útvarpssjónaukarnir geti gegnt stóru hlutverki í leitinni að lífi utan jarðarinnar.

Spurningin um hvort við erum ein í alheiminum eða hvort „vitsmunalíf“ er ein stærsta spurningin sem leitað hefur á mannkynið í gegnum tíðina segir Beasly sem telur að VLA-útvarpssjónaukarnir geti gegnt mikilvægu hlutverki við að fá svar við þessari spurningu.

Hinn heimsþekkti eðlisfræðingur Stephen Hawking varaði við tilraunum til að reyna að ná sambandi við vitsmunaverur frá öðrum plánetum og taldi að slíkt gæti orðið mannkyninu skaðlegt.

Andrew Siemion, forstjóri Berkeley Seti-miðstöðvarinnar, eru þessu ósammála.

„Persónulega finnst mér að við eigum að hafa samband. Hluti þess að vera manneskja er að vilja ná til þess óþekkta og vilja mynda tengsl.“

Hann er þó ekki viss um hvaða boðskap við eigum að setja fram ef við finnum vitsmunaverur.

„Ég veit það ekki. Ég eyði ekki tíma í að hugsa um það. Ég ímynda mér að ég myndi segja „hæ“.“

Segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 5 dögum

„Heimsendadagur“ á sjúkrahúsi í New York – Þrír COVID-19 sjúklingar létust í höndum lækna

„Heimsendadagur“ á sjúkrahúsi í New York – Þrír COVID-19 sjúklingar létust í höndum lækna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ástin á tímum COVID-19 – Ekkert fær þau stöðvað 85 og 89 ára að aldri – Ekki einu sinni lokuð landamæri

Ástin á tímum COVID-19 – Ekkert fær þau stöðvað 85 og 89 ára að aldri – Ekki einu sinni lokuð landamæri
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump stefnir á að opna Bandaríkin á nýjan leik – „Hann er greinilega ekki í tengslum við raunveruleikann“

Trump stefnir á að opna Bandaríkin á nýjan leik – „Hann er greinilega ekki í tengslum við raunveruleikann“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Læknir á bráðamóttöku í New York ómyrkur í máli um COVID-19 – „Veiran hlífir engum“

Læknir á bráðamóttöku í New York ómyrkur í máli um COVID-19 – „Veiran hlífir engum“