fbpx
Fimmtudagur 09.apríl 2020
Pressan

Þetta vissir þú ekki um hor

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. febrúar 2020 06:00

Sumir bora í nefið og borða afurðirnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allir þekkja hor enda varla til sá einstaklingur sem ekki hefur glímt við þennan „ófögnuð“ sem á það til að stífla nasir og renna út úr þeim þegar verst stendur á. Þeir sem eru frægir og búa í Hollywood geta meira að segja hagnast á horinu sínu en dæmi eru um að fræga fólkið hafi selt hor úr sér fyrir tugi þúsunda. Flestir kannast eflaust við að þekkja einhvern eða vita um einhvern sem borðar horið úr nösunum á sér. Það eru skiptar skoðanir um slíkt athæfi en sumir telja að það sé gott fyrir líkamann ef fólk borðar hor.

Það er blóðið sem flytur vatn úr öðrum líkamshlutum til nefsins. Vatn er aðaluppistaðan í hori.

Hor og kvef tengjast sterkum böndum. Hor myndast oft í tengslum við kvef. Það er vírus sem leggst á slímhimnufrumur í nefinu og veldur sýkingu í slímhimnunum.

Liturinn á hori sýnir hversu veik(ur) þú ert. Ef horið er glært og litlaust bendir það til að þú sért ekki svo veik(ur). Ef það er gult eða grænt bendir það til að þú sért með vírus- eða bakteríusýkingu.

Leikkonan Scarlett Johansson hefur selt hor úr sér. Eftir að leikkonan hafði komið fram í sjónvarpsþætti, þar sem hún snýtti sér í bréf, gaf hún bréfið og var það boðið upp á Ebay. Það seldist á sem nemur um hálfa milljón íslenskra króna og rann söluverðið til góðgerðarmála. Áhugasami horkaupandinn fékk einnig eiginhandaráritun Johannsson með í kaupbæti.

Það er til fólk sem telur hollt að borða hor. Það er meira að segja til Facebookhópur fyrir fólk sem stundar horát. Þeim til varnar má taka fram að sumir læknar segja heilsufarslegan ávinning af því að borða hor. Austurríski lungnalæknirinn Friedrich Bischinger segir til dæmis að þeir sem borði hor fái „náttúrulega innspýtingu fyrir ónæmiskerfið“.  Það styrkist að hans sögn við horát því fólk borði bakteríur, sem eru í horinu, sem geti varið líkamann fyrir árásum baktería síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Singapore fær herstöðvar í Ástralíu – Eru 10 sinnum stærri en Singapore

Singapore fær herstöðvar í Ástralíu – Eru 10 sinnum stærri en Singapore
Pressan
Í gær

Ferðum járnbrautalesta hætt á Indlandi í fyrsta sinn í 167 ár – Lestirnar eru nú notaðar sem sjúkrahús

Ferðum járnbrautalesta hætt á Indlandi í fyrsta sinn í 167 ár – Lestirnar eru nú notaðar sem sjúkrahús
Pressan
Fyrir 2 dögum

Yfirfull líkhús á sænskum sjúkrahúsum – Lík geymd í matargeymslu og á gólfum

Yfirfull líkhús á sænskum sjúkrahúsum – Lík geymd í matargeymslu og á gólfum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sofandaháttur varðandi COVID-19 á dvalarheimilum – „Þetta líkist heimsendi, fjöldamorði“

Sofandaháttur varðandi COVID-19 á dvalarheimilum – „Þetta líkist heimsendi, fjöldamorði“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hræðileg pöntun bandaríska varnarmálaráðuneytisins

Hræðileg pöntun bandaríska varnarmálaráðuneytisins
Pressan
Fyrir 3 dögum

COVID-19 – Kornabarn í öndunarvél í Svíþjóð

COVID-19 – Kornabarn í öndunarvél í Svíþjóð