Mánudagur 30.mars 2020
Pressan

Söguleg tíðindi – Aldrei fyrr hefur hitinn mælst yfir 20 gráður á Suðurskautinu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. febrúar 2020 22:00

Frá Suðurskautslandinu. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sunnudaginn 9. febrúar síðastliðinn var hitamet slegið á Suðurskautinu, það var í annað skipti á skömmum tíma sem metið var slegið, en þá mældist 20,75 gráðu hiti þar. Aldrei fyrr hefur mælst yfir 20 stiga hiti í heimsálfunni.

Það voru brasilískir vísindamenn sem mældu þennan óvenjulega háa hita á Seymour eyju. Mælingin hefur þó ekki enn verið staðfest af Alþjóðaveðurfræðistofnuninni WMO. The Guardian skýrir frá þessu.

Nokkrum dögum áður mældist 18,3 gráðu hiti í argentínskri rannsóknarmiðstöð á Suðurskautslandinu sjálfu. 1982 mældist 19,8 gráðu hiti á eyju á Suðurskautssvæðinu en 18,3 gráðu hitinn er mesti hiti sem mælst hefur á sjálfu meginlandinu.

The Guardian segir að vísindamenn, sem sjá um aflestur á veðurstöðvum í heimsálfunni, telji þessar nýju hitatölur vera mikið áhyggjuefni og að þær séu óeðlilegar.

Nýlega tilkynnti bandaríska haf- og loftfræðistofnunin, NOAA, að nýliðinn janúar hafi verið hlýjasti janúarmánuðurinn frá því að mælingar hófust. Meðalhitinn í mánuðinum var 1,14 gráðum yfir meðalhita janúarmánaða á síðustu öld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

„11. september var ekkert í samanborið við þetta“

„11. september var ekkert í samanborið við þetta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bóluefni gegn COVID-19 gæti verið tilbúið í haust – Aðeins fyrir ákveðinn þjóðfélagshóp

Bóluefni gegn COVID-19 gæti verið tilbúið í haust – Aðeins fyrir ákveðinn þjóðfélagshóp
Fyrir 3 dögum

Gott að komast aðeins út að veiða

Gott að komast aðeins út að veiða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að 700.000 Ítalir geti verið smitaðir af COVID-19 – 5 ára fangelsi fyrir að brjóta gegn einangrun

Telja að 700.000 Ítalir geti verið smitaðir af COVID-19 – 5 ára fangelsi fyrir að brjóta gegn einangrun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Prins Andrew hefur ráðið her lögmanna og almannatengla

Prins Andrew hefur ráðið her lögmanna og almannatengla
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kínversk yfirvöld segja að engin ný smit hafi greinst í Hubei – Er það kannski ekki rétt?

Kínversk yfirvöld segja að engin ný smit hafi greinst í Hubei – Er það kannski ekki rétt?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hræðilegar niðurstöður hermilíkans – 65 milljónir látast af völdum heimsfaraldurs

Hræðilegar niðurstöður hermilíkans – 65 milljónir látast af völdum heimsfaraldurs
Pressan
Fyrir 5 dögum

NASA auglýsir eftir geimförum og þú átt væntanlega ekki séns

NASA auglýsir eftir geimförum og þú átt væntanlega ekki séns