Mánudagur 30.mars 2020
Pressan

Ungur Norðmaður ákærður fyrir morð og hryðjuverk

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. febrúar 2020 07:01

Philip Manshaus

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Philip Manshaus, 22 ára Norðmaður, hefur játað að hafa myrt 17 ára stjúpsystur sína og að hafa reynt að fremja hryðjuverk í mosku í Bærum síðasta sumar. Mál hans verður tekið fyrir dóm í maí.

Samkvæmt frétt VG er Manshaus ákærður fyrir að hafa myrt stjúpsystur sína. Hann skaut hana fjórum skotum þar sem hún lá í rúminu sínu síðdegis laugardaginn 10. ágúst. Hvert hinna fjögurra skota var banvænt. Lögreglan segir því að um hreina aftöku hafi verið að ræða.

Í yfirheyrslu var Manshaus spurður hvað hafi farið í gegnum huga hans þegar hann drap systur sína á heimili þeirra.

„Það var gott að komast í gang.“

Var svar hans.

Hann skaut hana þremur skotum í höfuðið og einu sinni í bringuna. Tæpum tveimur klukkustundum síðar fór hann í al-Noor moskuna í Bærum og var hann vopnaður og í skotheldu vesti, með skotheldan hjálm og myndavél. Hann skaut sér leið inn í moskuna en var yfirbugaður af nokkrum viðstöddum sem komu þannig í veg fyrir að hann gæti skotið á þá sem voru í moskunni.

Lögmaður Manshaus segir að skjólstæðingur hans hafi talið sig þurfa að gera þetta og að það væri á hans ábyrgð að gera þetta.

„Hann leit á þetta sem nauðsyn. Það er hans sjónarhorn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Föst í óttafangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

„11. september var ekkert í samanborið við þetta“

„11. september var ekkert í samanborið við þetta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bóluefni gegn COVID-19 gæti verið tilbúið í haust – Aðeins fyrir ákveðinn þjóðfélagshóp

Bóluefni gegn COVID-19 gæti verið tilbúið í haust – Aðeins fyrir ákveðinn þjóðfélagshóp
Fyrir 3 dögum

Gott að komast aðeins út að veiða

Gott að komast aðeins út að veiða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að 700.000 Ítalir geti verið smitaðir af COVID-19 – 5 ára fangelsi fyrir að brjóta gegn einangrun

Telja að 700.000 Ítalir geti verið smitaðir af COVID-19 – 5 ára fangelsi fyrir að brjóta gegn einangrun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Prins Andrew hefur ráðið her lögmanna og almannatengla

Prins Andrew hefur ráðið her lögmanna og almannatengla
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kínversk yfirvöld segja að engin ný smit hafi greinst í Hubei – Er það kannski ekki rétt?

Kínversk yfirvöld segja að engin ný smit hafi greinst í Hubei – Er það kannski ekki rétt?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hræðilegar niðurstöður hermilíkans – 65 milljónir látast af völdum heimsfaraldurs

Hræðilegar niðurstöður hermilíkans – 65 milljónir látast af völdum heimsfaraldurs
Pressan
Fyrir 5 dögum

NASA auglýsir eftir geimförum og þú átt væntanlega ekki séns

NASA auglýsir eftir geimförum og þú átt væntanlega ekki séns