fbpx
Laugardagur 04.apríl 2020
Pressan

Þóttist vera ljósmyndari og eitraði fyrir konu til að geta stolið barninu hennar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. febrúar 2020 07:01

Juliette Parker .Mynd:Pierce County Sheriff’s Department

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

38 ára kona, sem býr í Washington í Bandaríkjunum, er grunuð um að hafa látist vera ljósmyndari til að komast nærri kornabarni með þann ásetning að ræna því. Upp komst um ráðabruggið þegar kona, sem var nýbúin að eignast barn, tilkynnti að konan hefði eitrað fyrir henni þegar hún kom í heimsókn. Hún hafði komið með kökur og gefið nýbökuðu móðurinni en í þær hafði hún líklegast sett eitur.

Lögreglan handtók konuna, Juliette Parker  og 16 ára dóttur hennar í kjölfarið á heimili þeirra í Spanaway á föstudaginn að því er segir í yfirlýsingu frá lögreglunni. Handtakan var endapunkturinn á tíu daga rannsóknarvinnu.

Nýbakaða móðirin hringdi í neyðarlínuna þann 5. febrúar og sagðist líða illa, svimaði og væri máttfarin. Hún var flutt á sjúkrahús og síðan yfirheyrði lögreglan hana. Konan sagðist halda að eitrað hafi verið fyrir henni þegar fyrrgreind kona kom í heimsókn. Þær höfðu komist í samband á Facebook en konan sagðist vera ljósmyndari og bauðst til að koma og taka myndir af nýfædda barninu án þess að taka greiðslu fyrir. Hún heimsótti móðurina þrisvar sinnum og tók myndir af sér með barninu. Hún sást þurrka fingraför sín af hlutum á heimilinu áður en hún yfirgaf það.

Lögreglumaður að störfum heima hjá fórnarlambinu. Mynd:Pierce County Sheriff’s Department

Unglingsdóttirin bauð upp á kökur og eftir að nýbakaða móðirin hafði borðað þær fór henni að líða illa en áttaði sig á að eitthvað mikið var að. Hún sagði mæðgunum því að fara. Þegar þær voru farnar tók hún eftir að húslyklar voru horfnir.

Þau gögn sem lögreglan hefur aflað við rannsókn málsins benda til að ætlun konunnar hafi verið að ræna barninu og ala upp sem sitt eigið. Hún hafði áður sett sig í samband við aðra nýbakaða móður og telur lögreglan ekki útilokað að hún hafi sett sig í samband við enn fleiri nýbakaðar mæður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Forsetinn neitar að grípa til aðgerða vegna COVID-19 – Segir að vodka og gufuböð haldi veirunni fjarri

Forsetinn neitar að grípa til aðgerða vegna COVID-19 – Segir að vodka og gufuböð haldi veirunni fjarri
Pressan
Í gær

Taílendingar sárhneykslaðir á konungi sínum – Flúði COVID-19 til Þýskalands með 20 frillum

Taílendingar sárhneykslaðir á konungi sínum – Flúði COVID-19 til Þýskalands með 20 frillum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mýtur um COVID-19 – Hvað er rétt og hvað er rangt?

Mýtur um COVID-19 – Hvað er rétt og hvað er rangt?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ástfangin á níræðisaldri en aðskilin vegna COVID-19 – En ástin finnur alltaf leið

Ástfangin á níræðisaldri en aðskilin vegna COVID-19 – En ástin finnur alltaf leið