Mánudagur 30.mars 2020
Pressan

Þekktur sjónvarpsmaður skaut fyrrum eiginkonu sína og unnusta hennar til bana

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. febrúar 2020 22:00

Robert Lindsey Duncan. Mynd:YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski næringarsérfræðingurinn Robert Lindsey Duncan, sem er vel þekktur úr mörgum bandarískum sjónvarpsþáttum, skaut fyrrum eiginkonu sína og unnusta hennar til bana síðasta miðvikudagskvöld.

TMZ skýrir frá þessu en miðillinn er með upptöku af símtali Duncan við neyðarlínuna undir höndum. Á upptökunni viðurkennir Duncan, að því er virðist, að hafa skotið fyrrum eiginkonu sína, Cheryl Sanders, og nýjan unnusta hennar.

„Ég skaut þau. Þau komu upp að bílnum og beindu byssu að höfði konu minnar. Þau reyndu að skjóta konuna mína.“

Sagði Duncan í símtalinu að sögn TMZ. Með þessum orðum segist hann því hafa skotið þau í sjálfsvörn. Eftir því sem hann sagði einnig í símtalinu þá lést Sanders strax en maðurinn var enn á lífi þegar hann hringdi.

Lögreglan segir að framburður Duncan geti átt við rök að styðjast. Lögregluna grunar að minnsta kosti að Sanders og unnusti hennar hafi ætlað að ráðast á Duncan og konu hans. Þau komu í tveimur bílum að heimili Duncan og voru vopnuð. Duncan var sjálfur vopnaður en hann hefur skotvopnaleyfi.

Sanders og Duncan skildu 2009.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Föst í óttafangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

„11. september var ekkert í samanborið við þetta“

„11. september var ekkert í samanborið við þetta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bóluefni gegn COVID-19 gæti verið tilbúið í haust – Aðeins fyrir ákveðinn þjóðfélagshóp

Bóluefni gegn COVID-19 gæti verið tilbúið í haust – Aðeins fyrir ákveðinn þjóðfélagshóp
Fyrir 3 dögum

Gott að komast aðeins út að veiða

Gott að komast aðeins út að veiða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að 700.000 Ítalir geti verið smitaðir af COVID-19 – 5 ára fangelsi fyrir að brjóta gegn einangrun

Telja að 700.000 Ítalir geti verið smitaðir af COVID-19 – 5 ára fangelsi fyrir að brjóta gegn einangrun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Prins Andrew hefur ráðið her lögmanna og almannatengla

Prins Andrew hefur ráðið her lögmanna og almannatengla
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kínversk yfirvöld segja að engin ný smit hafi greinst í Hubei – Er það kannski ekki rétt?

Kínversk yfirvöld segja að engin ný smit hafi greinst í Hubei – Er það kannski ekki rétt?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hræðilegar niðurstöður hermilíkans – 65 milljónir látast af völdum heimsfaraldurs

Hræðilegar niðurstöður hermilíkans – 65 milljónir látast af völdum heimsfaraldurs
Pressan
Fyrir 5 dögum

NASA auglýsir eftir geimförum og þú átt væntanlega ekki séns

NASA auglýsir eftir geimförum og þú átt væntanlega ekki séns