fbpx
Fimmtudagur 09.apríl 2020
Pressan

30 ára gamall bæklingur getur valdið Michael Bloomberg vandræðum – „Þú getur ekki eytt fortíðinni“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. febrúar 2020 08:02

Michael Bloomberg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fylgi Michael Bloomberg mælist sífellt meira í skoðanakönnunum um fylgi þeirra sem sækjast eftir að verða forsetaframbjóðendur demókrata í haust. Bloomberg tekur ekki þátt í fjórum fyrstu forkosningum flokksins en hann er samt sem áður orðinn skotskífa mótframbjóðenda sinna. Á sunnudaginn réðst Joe Biden að Bloomberg og gagnrýndi hann harkalega.

„Þú getur keypt mikið af auglýsingum fyrir 1 milljarð en þú getur ekki eytt fortíðinni.“

Sagði Biden samkvæmt frétt The Guardian. Hann var hér að vísa til 30 ára gamals bæklings sem Washington Post endurbirti í síðustu viku. Bæklingurinn ber heitið „Wit and Wisdom of Michael Bloomberg“ og var gefinn út í tengslum við 48 ára afmæli hans 1990. Í bæklingnum eru mörg ummæli um konur sem verða að teljast niðrandi.

Meðal annars er haft eftir honum að líkja megi góðum sölumanni við „mann sem fer inn á bar og gefur sig að öllum fallegu konunum þar og segir: „Eigum við að ríða?“ Margar vísa honum á bug en hann fær líka mikið að ríða.“

Bloomberg svaraði gagnrýninni á viðhorf hans til kvenna með því að birta myndband þar sem margar konur, sem starfa fyrir hann, bera honum góða sögu. Með myndbandinu fylgir textinn:

„Eins og ég hef sýnt á ferli mínum verð ég alltaf talsmaður kvenna á vinnustöðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pressan
Fyrir 22 klukkutímum
Segir Trump hræddan

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Singapore fær herstöðvar í Ástralíu – Eru 10 sinnum stærri en Singapore

Singapore fær herstöðvar í Ástralíu – Eru 10 sinnum stærri en Singapore
Pressan
Í gær

Ferðum járnbrautalesta hætt á Indlandi í fyrsta sinn í 167 ár – Lestirnar eru nú notaðar sem sjúkrahús

Ferðum járnbrautalesta hætt á Indlandi í fyrsta sinn í 167 ár – Lestirnar eru nú notaðar sem sjúkrahús
Pressan
Fyrir 2 dögum

Yfirfull líkhús á sænskum sjúkrahúsum – Lík geymd í matargeymslu og á gólfum

Yfirfull líkhús á sænskum sjúkrahúsum – Lík geymd í matargeymslu og á gólfum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sofandaháttur varðandi COVID-19 á dvalarheimilum – „Þetta líkist heimsendi, fjöldamorði“

Sofandaháttur varðandi COVID-19 á dvalarheimilum – „Þetta líkist heimsendi, fjöldamorði“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hræðileg pöntun bandaríska varnarmálaráðuneytisins

Hræðileg pöntun bandaríska varnarmálaráðuneytisins
Pressan
Fyrir 2 dögum

COVID-19 – Kornabarn í öndunarvél í Svíþjóð

COVID-19 – Kornabarn í öndunarvél í Svíþjóð