fbpx
Laugardagur 04.apríl 2020
Pressan

Sögutúlkun í sænskum sjónvarpsþætti veldur úlfúð

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. febrúar 2020 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsþáttaröðin „Antikrundan“ er eitt vinsælasta sjónvarpsefnið sem Sænska ríkissjónvarpið, SVT, býður upp á. Þættirnar snúast um gamla muni og hvers virði þeir eru. Í síðustu viku var vægast sagt umdeild sögutúlkun sett fram í þættinum og varð úr mikil úlfúð í samfélaginu.

Í þættinum áttu sérfræðingar að skoða og verðmeta hring sem var eitt sinn í eigu nasistans og stríðsglæpamannsins Hermann Göring. En í texta sem birtist á skjánum var Göring ekki lýst þannig heldur stóð að hann hafi verið „þýskur stjórnmálamaður“. Ekki var nefnt einu orði að hann hafi verið krónprins Hitlers, forseti þingsins, yfirmaður Luftwaffe, stofnandi Gestapó eða ríkismarkskálkur þriðja ríkisins. Það var heldur ekki nefnt að eftir síðari heimsstyrjöldina var hann sakfelldur fyrir brot gegn mannkyninu og stríðsglæpi.

Christer Bergström, sem hefur skrifað margar bækur um síðari heimsstyrjöldina, var ekki sáttur við þessa söguskoðun SVT og tjáði sig um málið í Gautaborgarpóstinum.

„Það er ótrúleg fáviska að segja hann bara þýskan stjórnmálamann. Maður verður orðlaus. Það hefði að minnsta kosti verið hægt að segja að hann hafi verið nasisti.“

Sagði hann og bætti við:

„Göring var „holdgervingur nasismans í allri sinni mannvonsku“. Hann var meira að segja gyðingahatari áður en Hitler varð það.“

Göring framdi sjálfsvíg 1946 með því að taka blásýru. Það gerði hann skömmu áður taka átti hann að lífi með hengingu fyrir afbrot hans.

SVT hefur beðist afsökunar á lýsingunni á Göring og segir í tilkynningu að aðeins hafi verið stuðst við texta sem er í sænsku alfræðibókinni.

Umræddur texti. Skjáskot/SVT
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Forsetinn neitar að grípa til aðgerða vegna COVID-19 – Segir að vodka og gufuböð haldi veirunni fjarri

Forsetinn neitar að grípa til aðgerða vegna COVID-19 – Segir að vodka og gufuböð haldi veirunni fjarri
Pressan
Í gær

Taílendingar sárhneykslaðir á konungi sínum – Flúði COVID-19 til Þýskalands með 20 frillum

Taílendingar sárhneykslaðir á konungi sínum – Flúði COVID-19 til Þýskalands með 20 frillum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mýtur um COVID-19 – Hvað er rétt og hvað er rangt?

Mýtur um COVID-19 – Hvað er rétt og hvað er rangt?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ástfangin á níræðisaldri en aðskilin vegna COVID-19 – En ástin finnur alltaf leið

Ástfangin á níræðisaldri en aðskilin vegna COVID-19 – En ástin finnur alltaf leið