fbpx
Laugardagur 04.apríl 2020
Pressan

Eiginmanni Anne-Elisabeth var hótað af mannræningjunum – Fór gegn ráðum lögreglunnar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. febrúar 2020 06:00

Anne-Elisabeth Falkevik Hagen og heimili hennar. Skjáskot af vef Aftenposten.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Tom, ertu reiðubúinn til að semja núna? Skilur þú að ef þú platar okkur þá eru það stór mistök.“ Þetta stóð að sögn meðal annars í bréfi sem milljarðamæringurinn Tom Hagen fékk frá meintum mannræningjum eiginkonu hans Anne-Elisabeth Hagen sem hvarf á dularfullan hátt frá heimili sínu þann 31. október 2018. Síðan þá hefur ekkert til hennar spurst.

Lögreglan telur að hún sé látin og að henni hafi verið ráðinn bani fljótlega eftir að hún hvarf. Fjölskylda hennar hefur þó ekki gefið upp alla von um að hún sé á lífi. Í kjölfar fyrrgreindra skilaboða greiddi Tom milljónir norskra króna til þeirra sem sendu bréfið í þeirri von að fá eiginkonu sína aftur. Það gerði hann þvert á ráðleggingar lögreglunnar. VG skýrir frá þessu. Blaðið segist hafa heimildir fyrir þessu frá fólki sem hefur lesið umrætt bréf.

Bréfið barst þann 8. júlí á síðasta ári. Í bréfinu var einnig minnst á heilsufar Anne-Elisabeth og fullyrt að hún væri á lífi. Bréfið er sagt hafa verið skrifað á nokkrum tungumálum sem var blandað saman þannig að erfitt var að lesa bréfið.

Tom Hagen greiddi því milljónir norskra króna til þeirra sem sendu bréfið. Bréfið er sagt vera ólíkt því sem skilið var eftir á heimili hjónanna daginn sem Anne-Elisabeth hvarf. Lögreglan undrast einnig af hverju svo langur tími leið á milli bréfanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Forsetinn neitar að grípa til aðgerða vegna COVID-19 – Segir að vodka og gufuböð haldi veirunni fjarri

Forsetinn neitar að grípa til aðgerða vegna COVID-19 – Segir að vodka og gufuböð haldi veirunni fjarri
Pressan
Í gær

Taílendingar sárhneykslaðir á konungi sínum – Flúði COVID-19 til Þýskalands með 20 frillum

Taílendingar sárhneykslaðir á konungi sínum – Flúði COVID-19 til Þýskalands með 20 frillum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mýtur um COVID-19 – Hvað er rétt og hvað er rangt?

Mýtur um COVID-19 – Hvað er rétt og hvað er rangt?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ástfangin á níræðisaldri en aðskilin vegna COVID-19 – En ástin finnur alltaf leið

Ástfangin á níræðisaldri en aðskilin vegna COVID-19 – En ástin finnur alltaf leið