fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Geimherinn segir að rússneskir gervihnettir elti bandarískan gervihnött

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. febrúar 2020 18:00

Þetta er ekki trégervihnöttur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt yfirmanni hjá geimhernum, nýjustu deild bandaríska hersins, hafa rússneskir gervihnettir elt bandarískan gervihnött á sporbraut, en það er mjög óvenjulegt og vekur áhyggjur.

Yfirmaður hjá geimhernum segir að rússnesk yfirvöld hafi sent gervihnött af stað í nóvember síðastliðnum og stuttu síðar hafi annar gervihnöttur verið sendur af stað. Hann segir ennfremur að þessir gervihnettir hafi nálgast bandarískan gervihnött og hagi sér á svipaðan hátt og gervihnettir sem Rússar settu á loft árið 2017, en rússnesk yfirvöld lýstu þeim sem „skoðunar gervihnöttum“.

Þetta er í fyrsta sinn sem yfirlýsing af þessu tagi kemur frá geimhernum, en að undanförnu hafa Bandaríkjamenn haft auknar áhyggjur af því hvað anstæðingar þeirra aðhafast úti í geimnum. Þessar áhyggjur eru ein af ástæðum þess að Bandaríkjamenn hafa, í fyrsta sinn síðan 1947, stofnað nýja deild innan hersins. Á mánudag lagði ríkisstjórn Donald Trump fram fjárhagsáætlun sína fyrir Pentagon, en þar fer ríkisstjórnin fram á 18 milljarða bandaríkjadala til þess að reka geimherinn og sinna annarri starfsemi í geimnum. Time Magazine var fyrst til þess að greina frá þessu.

Samkvæmt TASS fréttastofunni sendi gervihnötturinn sem um ræðir, annan gervihnött frá sér í desember á síðasta ári og samkvæmt rússneska varnarmálaráðuneytinu, er tilgangur tilraunarinnar að meta ástand annarra rússneskra gervihnatta.

Fulltrúi bandaríska geimhersins segir að athafnir Rússa setji landið í flokk þeirra sem „hafa gert geiminn að stríðssvæði“. Hann segir einnig að svipaðar athafnir annars staðar myndu vera túlkaðar sem ógnandi hegðun og að þær gætu skapað hættuástand í geimnum. Bandaríkin líta þetta alvarlegum augum og segja þetta ekki vera ábyrga hegðun. Hann segir ennfremur að rússneski gervihnötturinn hafi líkst vopni þegar hann skaut hlut á miklum hraða út í geim, eftir að honum  hafði verið skotið á loft árið 2017.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?