fbpx
Mánudagur 06.apríl 2020
Pressan

Bjóða upp á háskólanám í kannabisfræðum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. febrúar 2020 21:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisháskólinn í Colorado í Bandaríkjunum mun væntanlega bjóða upp á nýja námsbraut í kannabisfræðum í haust í starfsstöð sinni í Pueblo, sem er tæplega 200 km sunnan við Denver. Skólinn hefur fengið heimild yfirvalda til að bjóða upp á slíkt nám.

Samkvæmt frétt The Denver Post þá mun námsbrautin, sem mun heita The Cannabis, Biology and Chemistry program, snúast um þá vísindalegu þekkingu sem þarf að vera til staðar til að hægt sé að starfa í kannabisiðnaðinum og framleiða náttúrulegar vörur úr efninu. Rétt er að taka fram að sala og neysla kannabis er lögleg í Colorado.

David Lehmpuhl, rektor Vísinda- og stærðfræðideildar háskólans, segir að hér verði um framsækið nám að ræða sem mæti aukinni eftirspurn frá kannabisiðnaðinum. Skólinn sé hvorki með eða á móti kannabis en bjóði einfaldlega upp á nám sem eftirspurn er eftir.

Námið mun að sögn embættismanna helst líkjast því að stunda nám í líffræði og efnafræði samtímis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Skelfilegar tölur frá Bandaríkjunum – 1.169 létust af völdum COVID-19 síðasta sólarhringinn

Skelfilegar tölur frá Bandaríkjunum – 1.169 létust af völdum COVID-19 síðasta sólarhringinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúleg hugmyndaauðgi fólks hvað varðar varnarbúnað gegn COVID-19

Ótrúleg hugmyndaauðgi fólks hvað varðar varnarbúnað gegn COVID-19