fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Bjóða upp á háskólanám í kannabisfræðum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. febrúar 2020 21:00

Kannabisplöntur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisháskólinn í Colorado í Bandaríkjunum mun væntanlega bjóða upp á nýja námsbraut í kannabisfræðum í haust í starfsstöð sinni í Pueblo, sem er tæplega 200 km sunnan við Denver. Skólinn hefur fengið heimild yfirvalda til að bjóða upp á slíkt nám.

Samkvæmt frétt The Denver Post þá mun námsbrautin, sem mun heita The Cannabis, Biology and Chemistry program, snúast um þá vísindalegu þekkingu sem þarf að vera til staðar til að hægt sé að starfa í kannabisiðnaðinum og framleiða náttúrulegar vörur úr efninu. Rétt er að taka fram að sala og neysla kannabis er lögleg í Colorado.

David Lehmpuhl, rektor Vísinda- og stærðfræðideildar háskólans, segir að hér verði um framsækið nám að ræða sem mæti aukinni eftirspurn frá kannabisiðnaðinum. Skólinn sé hvorki með eða á móti kannabis en bjóði einfaldlega upp á nám sem eftirspurn er eftir.

Námið mun að sögn embættismanna helst líkjast því að stunda nám í líffræði og efnafræði samtímis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Í gær

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“